Rafhlaða fyrir breytta tíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. maí 2015 10:00 Tesla Energy gefur fólki færi á að næla sér í ódýrari og umhverfisvænni orku. Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk freistar þess að umbylta orkugeiranum. Uppfinningin er fullkomlega tilgangslaus á Íslandi en er þó ágæt áminning um það hversu heppin við erum. Tesla Energy annar ekki eftirspurn og reisir risaverksmiðju. Samband mitt við raforku er flókið. Eins og vanþakklátur elskhugi geri ég mér grein fyrir hversu nauðsynleg hún er. Hversu altæk áhrif hennar eru á líf mitt. En á sama tíma leiði ég sjaldan hugann að því hvað hún er raunverulega eða hverjar mínar skyldur og hlutverk eru í þessu dýrmæta sambandi. Vafalaust eru margir Íslendingar sem upplifa þetta enda er gnægð orkunnar hér slík að annað eins fyrirfinnst vart annars staðar í heiminum. Orkan verður sjálfsögð. Þetta var það sem ég hugsaði um þegar hugsjónamaðurinn Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, svipti hulunni af nýrri deild fyrirtækisins, Tesla Energy, og um leið af Powerwall-rafhlöðunni. Tæknifyrirtæki standa reglulega fyrir kynningum sem þessari. Munurinn er sá að Musk var að selja okkur framtíðina, ekki nýjan snjallsíma. Í stuttu máli er Powerwall endurhlaðanleg litíumjóneindarafhlaða, ætluð heimilum, fyrirtækjum og stofnunum sem vilja ná tökum á orkunýtingu sinni og orkusparnaði. Rafhlaðan er 100 kg að þyngd, tveir metrar á hæð og lengd og 15 sentímetra þykk. Hún kemur með 10 ára ábyrgð og kostar minnst 400 þúsund krónur.Að jafna kostnaðinn Til að skilja mikilvægi Powerwall þarf maður að skilja orkumarkaðinn í Bandaríkjunum þar sem gríðarmiklar sveiflur eru á orkuverði. Orka er dýrari yfir daginn og ódýr að nóttu til. Veðurfar hefur áhrif og duttlungar orkufyrirtækja. Hérna er að finna snilld Powerwall. Með því að hlaða rafhlöðuna með ódýru rafmagni getur fólk öðlast sjálfstæði frá orkunetinu og jafnvel beintengt hana við endurnýjanlega orkugjafa (sól og vindur). Powerheldur 7 til 10 kílóvattstundum (kWh) af orku. Það samsvarar daglegri raforkunotkun meðalheimilis. Powerwall er auðvitað fullkomlega tilgangslaus hér á Íslandi. Að geyma íslenska raforku í slíku tæki væri eins og að geyma kartöflu í peningaskáp. Ef hver kílóvattstund kostar 17 krónur er meðalheimili að greiða 952 krónur á viku fyrir rafmagnið (8 kWh áætlað á dag). Það er ekki neitt. Aftur á móti er einstaklingur í Bandaríkjunum að greiða mun hærra verð fyrir orkuna sem jafnframt kemur að stórum hluta frá kolaorkuverum eða kjarnorku. Hvorugt orka framtíðarinnar. „Það jákvæða í þessu öllu er að þetta vekur athygli á ákveðnum áskorunum sem menn standa frammi fyrir í orkumálum almennt,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum. „Í dag er það almennt viðurkenndara að það verða veðurfarsbreytingar með notkun kolefniseldsneytis. Þetta er óþverra orkunotkun.“Markaður í mótun Powerwall kemur til sögunnar á tímum þegar eftirspurn eftir sólarsellum hefur aldrei verið meiri. Hún mun aðeins aukast. Jafnframt hefur framleiðslukostnaður hrunið á sama tíma og sellurnar verða betri. „Það er náttúrulega alveg einstakt við Ísland þetta lága orkuverð. Ég hef stundum sagt að það sé ógæfa hvað rafmagnið er ódýrt hér,“ segir Ketill. „Þegar rafmagnið er svona ódýrt þá erum við kannski ekki að velta svona hlutum fyrir okkur.“ Þar með er ekki sagt að hlutskipti Íslands í framtíðarsýn Elon Musk sé ómerkilegt. Ketill bendir á að tækni sem þessi undirstriki enn frekar sóknarfæri okkar. „Þetta eru sjónarmið sem menn eru að horfa til hér. Til dæmis með sæstrenginn. Að hægt sé að bæta orkunýtingu og ná þannig meiri orkusparnaði með því að Ísland verði þátttakandi í Evrópska orkumarkaðinum. Þannig væri hægt að fullnýta íslenska vatnsaflið og um leið ná meiri arðsemi út úr því.“Gríðarleg eftirspurn Powerwall-rafhlaðan er uppseld næstu árin. Tesla Energy annar ekki eftirspurn. Sölutekjur nema þegar rúmlega 100 milljörðum króna. Til þess að mæta eftirspurn hefur Musk gert einn stærsta ívilnunarsamning í sögu Bandaríkjanna og mun reisa stærstu hátækni-verksmiðju veraldar í Nevada. Árið 2020 mun verksmiðjan framleiða efnarafala fyrir Tesla Motors og rafhlöður fyrir Powerwall sem samanlagt samsvara 75 gígavöttum á ári. Musk hefur einsett sér að breyta heiminum. Geimför hans ferja nú birgðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, annað fyrirtæki hans framleiðir öflugustu sólarsellur sem til eru og Tesla-rafbílarnir eru þeir bestu í heimi. Þegar Elon Musk talar, hlustar fólk. Hann færði sannfærandi rök fyrir Powerwall á kynningunni í Kaliforníu og miðað við viðbrögðin er framtíð Tesla Energy rafmögnuð. Illugi og Orka Energy Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Auðkýfingurinn og frumkvöðullinn Elon Musk freistar þess að umbylta orkugeiranum. Uppfinningin er fullkomlega tilgangslaus á Íslandi en er þó ágæt áminning um það hversu heppin við erum. Tesla Energy annar ekki eftirspurn og reisir risaverksmiðju. Samband mitt við raforku er flókið. Eins og vanþakklátur elskhugi geri ég mér grein fyrir hversu nauðsynleg hún er. Hversu altæk áhrif hennar eru á líf mitt. En á sama tíma leiði ég sjaldan hugann að því hvað hún er raunverulega eða hverjar mínar skyldur og hlutverk eru í þessu dýrmæta sambandi. Vafalaust eru margir Íslendingar sem upplifa þetta enda er gnægð orkunnar hér slík að annað eins fyrirfinnst vart annars staðar í heiminum. Orkan verður sjálfsögð. Þetta var það sem ég hugsaði um þegar hugsjónamaðurinn Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla, svipti hulunni af nýrri deild fyrirtækisins, Tesla Energy, og um leið af Powerwall-rafhlöðunni. Tæknifyrirtæki standa reglulega fyrir kynningum sem þessari. Munurinn er sá að Musk var að selja okkur framtíðina, ekki nýjan snjallsíma. Í stuttu máli er Powerwall endurhlaðanleg litíumjóneindarafhlaða, ætluð heimilum, fyrirtækjum og stofnunum sem vilja ná tökum á orkunýtingu sinni og orkusparnaði. Rafhlaðan er 100 kg að þyngd, tveir metrar á hæð og lengd og 15 sentímetra þykk. Hún kemur með 10 ára ábyrgð og kostar minnst 400 þúsund krónur.Að jafna kostnaðinn Til að skilja mikilvægi Powerwall þarf maður að skilja orkumarkaðinn í Bandaríkjunum þar sem gríðarmiklar sveiflur eru á orkuverði. Orka er dýrari yfir daginn og ódýr að nóttu til. Veðurfar hefur áhrif og duttlungar orkufyrirtækja. Hérna er að finna snilld Powerwall. Með því að hlaða rafhlöðuna með ódýru rafmagni getur fólk öðlast sjálfstæði frá orkunetinu og jafnvel beintengt hana við endurnýjanlega orkugjafa (sól og vindur). Powerheldur 7 til 10 kílóvattstundum (kWh) af orku. Það samsvarar daglegri raforkunotkun meðalheimilis. Powerwall er auðvitað fullkomlega tilgangslaus hér á Íslandi. Að geyma íslenska raforku í slíku tæki væri eins og að geyma kartöflu í peningaskáp. Ef hver kílóvattstund kostar 17 krónur er meðalheimili að greiða 952 krónur á viku fyrir rafmagnið (8 kWh áætlað á dag). Það er ekki neitt. Aftur á móti er einstaklingur í Bandaríkjunum að greiða mun hærra verð fyrir orkuna sem jafnframt kemur að stórum hluta frá kolaorkuverum eða kjarnorku. Hvorugt orka framtíðarinnar. „Það jákvæða í þessu öllu er að þetta vekur athygli á ákveðnum áskorunum sem menn standa frammi fyrir í orkumálum almennt,“ segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum. „Í dag er það almennt viðurkenndara að það verða veðurfarsbreytingar með notkun kolefniseldsneytis. Þetta er óþverra orkunotkun.“Markaður í mótun Powerwall kemur til sögunnar á tímum þegar eftirspurn eftir sólarsellum hefur aldrei verið meiri. Hún mun aðeins aukast. Jafnframt hefur framleiðslukostnaður hrunið á sama tíma og sellurnar verða betri. „Það er náttúrulega alveg einstakt við Ísland þetta lága orkuverð. Ég hef stundum sagt að það sé ógæfa hvað rafmagnið er ódýrt hér,“ segir Ketill. „Þegar rafmagnið er svona ódýrt þá erum við kannski ekki að velta svona hlutum fyrir okkur.“ Þar með er ekki sagt að hlutskipti Íslands í framtíðarsýn Elon Musk sé ómerkilegt. Ketill bendir á að tækni sem þessi undirstriki enn frekar sóknarfæri okkar. „Þetta eru sjónarmið sem menn eru að horfa til hér. Til dæmis með sæstrenginn. Að hægt sé að bæta orkunýtingu og ná þannig meiri orkusparnaði með því að Ísland verði þátttakandi í Evrópska orkumarkaðinum. Þannig væri hægt að fullnýta íslenska vatnsaflið og um leið ná meiri arðsemi út úr því.“Gríðarleg eftirspurn Powerwall-rafhlaðan er uppseld næstu árin. Tesla Energy annar ekki eftirspurn. Sölutekjur nema þegar rúmlega 100 milljörðum króna. Til þess að mæta eftirspurn hefur Musk gert einn stærsta ívilnunarsamning í sögu Bandaríkjanna og mun reisa stærstu hátækni-verksmiðju veraldar í Nevada. Árið 2020 mun verksmiðjan framleiða efnarafala fyrir Tesla Motors og rafhlöður fyrir Powerwall sem samanlagt samsvara 75 gígavöttum á ári. Musk hefur einsett sér að breyta heiminum. Geimför hans ferja nú birgðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, annað fyrirtæki hans framleiðir öflugustu sólarsellur sem til eru og Tesla-rafbílarnir eru þeir bestu í heimi. Þegar Elon Musk talar, hlustar fólk. Hann færði sannfærandi rök fyrir Powerwall á kynningunni í Kaliforníu og miðað við viðbrögðin er framtíð Tesla Energy rafmögnuð.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira