Peningar og blinda ráða för Bubbi Morthens skrifar 16. maí 2015 07:00 Hver ákveður að ef einn iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnaður þá sé hann umhverfisvænn? Getið þið svarað þessu, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Skúli Þórðarson sveitarstjóri? Og kannski stofan sem vann matið fyrir Silicor Materials og fékk borgað fyrir þessa líka fínu grænu umsögn? Ég treysti engum, lái mér hver sem vill. Mengandi iðnaður getur ekki verið umhverfisvænn, það er ekki einu sinni hægt að ljúga því upp á hann. Nú verð ég að rifja upp brot úr öðrum pistli sem ég skrifaði: „Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“, sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor, og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað algjörlega hlutlaus vinnubrögð. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða hann hefur ekki skipt máli í þeirra augum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi, má velta fyrir sér hverju megi eiga von á síðar.“ Má ég minna ykkur enn og aftur á það, Reykvíkingar, að það skiptir ykkur og börn ykkar gríðarlegu máli hvort af þessum hryðjuverkum gegn náttúrunni og okkur mannfólkinu verður á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Síðustu ár hafa nýjar verksmiðjur og sú framleiðsluaukning sem hefur átt sér stað á Grundartanga ekki þurft að fara í umhverfismat vegna þess að snillingarnir segja að viðbótarmengun sé óveruleg. Óveruleg mengun. Ég verð að endurtaka: Þeir fá að mæla sína mengun sjálfir og að mér skilst aðeins sex mánuði á ári. Þetta er hrollvekjandi brandari með dassi af heilsubresti fyrir börnin þín og okkur hin. Máttur peninganna Á netinu getur þú séð á ensku hvernig Faxaflóahafnir lýsa perlunni Hvalfirði. Þessir háu herrar sem stjórna þessu apaspili lýsa Hvalfirði sem iðnaðarsvæði. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignarfélag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir mengandi stóriðju. Þeim er sennilega drullusama um hvað þér og mér finnst. Nýja verksmiðjan mengar ekki neitt, fullyrða þeir í fjölmiðlum. Hvað eru þá þessi 60 tonn af ryki sem munu fara út í andrúmsloftið? Er það ekki mengun? Fyrir hvern er umhverfisstofnun að vinna? Hvernig getur það verið að árið 2015 þurfi verksmiðja af þessari stærðargráðu ekki að fara í umhverfismat? Verksmiðja með 400 hundruð manns í vinnu er nánast eins stór og álver. Og eitt megið þið vita. Bráðum munu þeir sem hafa hagsmuni af því að leggja Hvalfjörðinn í rúst stíga fram og byrja sinn áróður. Þeir munu svara öllum sem mótmæla þessum óskapnaði og hamra á því hvað þetta sé allt æðislegt og öll störfin sem þessi viðbjóður mun skapa, já, sólin mun jafnvel hafa velþóknun á mengandi iðnaði við Hvalfjörð. Þeir munu hrópa og tárfella af gleði að hér skuli vera fyrirtæki sem sé tilbúið að koma til okkar með sína grænu framleiðslu. Hverjir það verða sem munu hrópa veit ég ekki en það verða hagsmunaaðilar sem hafa beygt sig undir krumlu stórfyrirtækis og það munu fleiri menn stíga fram og úthrópa okkur sem segjum að nú sé komið nóg. Trúðu mér, kæri lesandi, þeim er sama um barnið þitt, þeim er sama um lífríkið í Hvalfirði, þeim er sama um mengunarskýin sem munu leggjast yfir Reykjavík, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Slíkur er máttur peninganna. Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Já, í alvöru, ekki djók. Ég óska Reykvíkingum til hamingju með verðlaunin. En hvernig fara þau saman við að stuðla að mengandi iðnaði og eyðileggja lífsgæði fólks og dýra sem og náttúru? Spyr sá sem ekki veit. Við getum, ef við verðum nógu mörg, stöðvað þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hver ákveður að ef einn iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnaður þá sé hann umhverfisvænn? Getið þið svarað þessu, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Skúli Þórðarson sveitarstjóri? Og kannski stofan sem vann matið fyrir Silicor Materials og fékk borgað fyrir þessa líka fínu grænu umsögn? Ég treysti engum, lái mér hver sem vill. Mengandi iðnaður getur ekki verið umhverfisvænn, það er ekki einu sinni hægt að ljúga því upp á hann. Nú verð ég að rifja upp brot úr öðrum pistli sem ég skrifaði: „Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“, sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor, og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað algjörlega hlutlaus vinnubrögð. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða hann hefur ekki skipt máli í þeirra augum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi, má velta fyrir sér hverju megi eiga von á síðar.“ Má ég minna ykkur enn og aftur á það, Reykvíkingar, að það skiptir ykkur og börn ykkar gríðarlegu máli hvort af þessum hryðjuverkum gegn náttúrunni og okkur mannfólkinu verður á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Síðustu ár hafa nýjar verksmiðjur og sú framleiðsluaukning sem hefur átt sér stað á Grundartanga ekki þurft að fara í umhverfismat vegna þess að snillingarnir segja að viðbótarmengun sé óveruleg. Óveruleg mengun. Ég verð að endurtaka: Þeir fá að mæla sína mengun sjálfir og að mér skilst aðeins sex mánuði á ári. Þetta er hrollvekjandi brandari með dassi af heilsubresti fyrir börnin þín og okkur hin. Máttur peninganna Á netinu getur þú séð á ensku hvernig Faxaflóahafnir lýsa perlunni Hvalfirði. Þessir háu herrar sem stjórna þessu apaspili lýsa Hvalfirði sem iðnaðarsvæði. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignarfélag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir mengandi stóriðju. Þeim er sennilega drullusama um hvað þér og mér finnst. Nýja verksmiðjan mengar ekki neitt, fullyrða þeir í fjölmiðlum. Hvað eru þá þessi 60 tonn af ryki sem munu fara út í andrúmsloftið? Er það ekki mengun? Fyrir hvern er umhverfisstofnun að vinna? Hvernig getur það verið að árið 2015 þurfi verksmiðja af þessari stærðargráðu ekki að fara í umhverfismat? Verksmiðja með 400 hundruð manns í vinnu er nánast eins stór og álver. Og eitt megið þið vita. Bráðum munu þeir sem hafa hagsmuni af því að leggja Hvalfjörðinn í rúst stíga fram og byrja sinn áróður. Þeir munu svara öllum sem mótmæla þessum óskapnaði og hamra á því hvað þetta sé allt æðislegt og öll störfin sem þessi viðbjóður mun skapa, já, sólin mun jafnvel hafa velþóknun á mengandi iðnaði við Hvalfjörð. Þeir munu hrópa og tárfella af gleði að hér skuli vera fyrirtæki sem sé tilbúið að koma til okkar með sína grænu framleiðslu. Hverjir það verða sem munu hrópa veit ég ekki en það verða hagsmunaaðilar sem hafa beygt sig undir krumlu stórfyrirtækis og það munu fleiri menn stíga fram og úthrópa okkur sem segjum að nú sé komið nóg. Trúðu mér, kæri lesandi, þeim er sama um barnið þitt, þeim er sama um lífríkið í Hvalfirði, þeim er sama um mengunarskýin sem munu leggjast yfir Reykjavík, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Slíkur er máttur peninganna. Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Já, í alvöru, ekki djók. Ég óska Reykvíkingum til hamingju með verðlaunin. En hvernig fara þau saman við að stuðla að mengandi iðnaði og eyðileggja lífsgæði fólks og dýra sem og náttúru? Spyr sá sem ekki veit. Við getum, ef við verðum nógu mörg, stöðvað þetta.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun