Stjórnvöld eru meðvituð um vandann Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 08:00 Margrét bendir á að mikil umræða hafi farið fram um mögulega aðild að Evrópusambandinu. Það skipti ekki síður máli að fram fari umræða um hvernig við leggjum rækt við EES samninginn. fréttablaðið/stefán Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa. Alþingi Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa.
Alþingi Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira