Er ríkið að skerða samningsfrelsi stéttarfélaga? María Rúnarsdóttir og Guðfinna Þorvaldsdóttir og Laufey Gissurardóttir skrifa 21. maí 2015 07:00 Í ljósi stöðu kjarasamningaviðræðna BHM við ríkið er full ástæða til að skoða aðstöðu stéttarfélaga innan BHM með tilliti til þess hvort ríkið sé að skerða svigrúm þeirra til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og fá viðræður um kaup þeirra og kjör. Þegar litið er til baka á vinnubrögð ríkisins eftir margra mánaða „samningaviðræður“ ef svo má kalla, er ljóst að engin alvara hefur verið á bak við þær. Það er deginum ljósara að fyrirmæli viðsemjenda okkar eru að draga samningaviðræður á langinn með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir yfirstandandi verkfallsaðgerðir sem bitna með alvarlegum hætti á fyrirtækjum og almenningi.Samningsréttur að engu hafður En hver ætli ástæðan sé fyrir því að verið sé að draga samningaviðræður á langinn? Svo virðist sem það snúist um það eitt að fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki að ríkið sé leiðandi á vinnumarkaði. Hann bíður þögull eftir að samið verði á almennum vinnumarkaði. Nákvæmlega sama staða er því uppi nú og í samningaviðræðunum árið 2014 þegar ákveðið var að gera vopnahlé og skrifað var upp á 2,8% launahækkun. Eina sem er frábrugðið í dag er að BHM var þá á eftir almennum vinnumarkaði að samningaborðinu og komst hvorki lönd né strönd með þá launaprósentu sem samið hafði verið um á almennum vinnumarkaði. Þannig virðist engu skipta hvort félögin semja á undan eða eftir almennum vinnumarkaði, fyrir sína félagsmenn hjá ríki, ekki skal hvikað frá neinu sem samið er um þar af hálfu ríkisins. Samkvæmt þessu er samningsréttur launamanna sem varinn er í 74. gr. stjórnarskrárinnar, 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem Ísland er bundið af, að engu hafður.Hysji upp um sig buxurnar Ríkið státar sig af því á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að vera stærsti þekkingarvinnustaður landsins sem bjóði upp á mjög fjölbreytt og krefjandi störf, enda sé starfsemi þess margvísleg að eðli og umfangi. Kröfur BHM hafa m.a. gengið út á það að meta menntun til launa svo að ríkið geti ráðið til sín og haldið í hæft starfsfólk. Ríkið verður að hysja upp um sig buxurnar og viðurkenna rétt starfsmanna sinna til að gera samninga út frá sínum forsendum en ekki forsendum sem ráðast af samningum á almennum vinnumarkaði. Ef ríkið gerir það ekki stefnir í óefni, ríkisstarfsmönnum er gjörsamlega misboðið. Í dag eru um 700 starfsmenn ríkisins í verkfalli. Áhrifin eru margvísleg og alvarleg. Heill spítali hefur lýst yfir neyðarástandi og hafa bændur haldið því fram að um gríðarlegt fjárhagslegt tap sé að ræða svo dæmi séu tekin. Hvernig myndi íslenskt þjóðfélag virka ef allar stéttir innan BHM ákvæðu að fara í aðgerðir, hvað þá ef einstakir starfsmenn myndu taka þá sjálfstæðu ákvörðun að segja störfum sínum lausum vegna framkomu ríkisins og launastefnu? Verður ríkið stærsti þekkingarvinnustaður á landinu með þessu áframhaldi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í ljósi stöðu kjarasamningaviðræðna BHM við ríkið er full ástæða til að skoða aðstöðu stéttarfélaga innan BHM með tilliti til þess hvort ríkið sé að skerða svigrúm þeirra til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og fá viðræður um kaup þeirra og kjör. Þegar litið er til baka á vinnubrögð ríkisins eftir margra mánaða „samningaviðræður“ ef svo má kalla, er ljóst að engin alvara hefur verið á bak við þær. Það er deginum ljósara að fyrirmæli viðsemjenda okkar eru að draga samningaviðræður á langinn með öllum tiltækum ráðum, þrátt fyrir yfirstandandi verkfallsaðgerðir sem bitna með alvarlegum hætti á fyrirtækjum og almenningi.Samningsréttur að engu hafður En hver ætli ástæðan sé fyrir því að verið sé að draga samningaviðræður á langinn? Svo virðist sem það snúist um það eitt að fjármála- og efnahagsráðherra vill ekki að ríkið sé leiðandi á vinnumarkaði. Hann bíður þögull eftir að samið verði á almennum vinnumarkaði. Nákvæmlega sama staða er því uppi nú og í samningaviðræðunum árið 2014 þegar ákveðið var að gera vopnahlé og skrifað var upp á 2,8% launahækkun. Eina sem er frábrugðið í dag er að BHM var þá á eftir almennum vinnumarkaði að samningaborðinu og komst hvorki lönd né strönd með þá launaprósentu sem samið hafði verið um á almennum vinnumarkaði. Þannig virðist engu skipta hvort félögin semja á undan eða eftir almennum vinnumarkaði, fyrir sína félagsmenn hjá ríki, ekki skal hvikað frá neinu sem samið er um þar af hálfu ríkisins. Samkvæmt þessu er samningsréttur launamanna sem varinn er í 74. gr. stjórnarskrárinnar, 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem Ísland er bundið af, að engu hafður.Hysji upp um sig buxurnar Ríkið státar sig af því á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að vera stærsti þekkingarvinnustaður landsins sem bjóði upp á mjög fjölbreytt og krefjandi störf, enda sé starfsemi þess margvísleg að eðli og umfangi. Kröfur BHM hafa m.a. gengið út á það að meta menntun til launa svo að ríkið geti ráðið til sín og haldið í hæft starfsfólk. Ríkið verður að hysja upp um sig buxurnar og viðurkenna rétt starfsmanna sinna til að gera samninga út frá sínum forsendum en ekki forsendum sem ráðast af samningum á almennum vinnumarkaði. Ef ríkið gerir það ekki stefnir í óefni, ríkisstarfsmönnum er gjörsamlega misboðið. Í dag eru um 700 starfsmenn ríkisins í verkfalli. Áhrifin eru margvísleg og alvarleg. Heill spítali hefur lýst yfir neyðarástandi og hafa bændur haldið því fram að um gríðarlegt fjárhagslegt tap sé að ræða svo dæmi séu tekin. Hvernig myndi íslenskt þjóðfélag virka ef allar stéttir innan BHM ákvæðu að fara í aðgerðir, hvað þá ef einstakir starfsmenn myndu taka þá sjálfstæðu ákvörðun að segja störfum sínum lausum vegna framkomu ríkisins og launastefnu? Verður ríkið stærsti þekkingarvinnustaður á landinu með þessu áframhaldi?
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun