Metum hjúkrunarfræðinga að verðleikum Ólafur G. Skúlason skrifar 22. maí 2015 07:00 Verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á eftir nokkra daga, ef ekki semst. Komi til verkfalls munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif á heilbrigðisstofnanir um land allt. Hjúkrunarfræðingar hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem þá skapast en ákvörðun um verkfall var tekin af nauðsyn en með miklum trega. Öryggi skjólstæðinganna er leiðarljósið í starfi hjúkrunarfræðinga og það verður ekki undantekning á því í komandi verkfalli. Öryggislistar eru í gildi á stofnunum sem eiga að tryggja að skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hljóti ekki skaða af verkfallinu. Þó er ljóst að það hefur víðtæk áhrif þegar um 1.500 hjúkrunarfræðingar leggja niður störf enda eru hjúkrunarfræðingar hryggjarstykki í íslenska heilbrigðiskerfinu sem verður ekki starfhæft án þeirra. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru einfaldar, að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Munurinn er 14-25%. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga vinnur eingöngu dagvinnu. Hver er ástæða þessa launamunar? Grunnnám hjúkrunarfræðinga tekur fjögur ár meðan flestar háskólamenntaðar stéttir eru með grunnám sem tekur þrjú ár. Auk þess er stór hluti stéttarinnar með framhaldsnám sem tekur að jafnaði tvö ár til viðbótar. Það er því ekki hægt að segja að menntun hjúkrunarfræðinga útskýri þennan launamun. Ef horft er til ábyrgðar hjúkrunarfræðinga er ekki hægt að segja að hún skýri launamuninn. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga er gífurleg, þeir bera ábyrgð á lífi og heilsu fólks. Smávægileg mistök í okkar starfi geta haft gífurlegar afleiðingar bæði fyrir skjólstæðinga okkar og okkur sjálf.Algerlega óásættanlegt Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum, bæði hér heima og erlendis. Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga er ekki bundinn við landamæri og íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir víða erlendis. Nú þegar næst ekki að manna allar þær stöður hjúkrunarfræðinga sem losna hér á landi og haldi áfram sem horfir munum við standa frammi fyrir gífurlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á næstu árum. Í heimi viðskipta myndi verð fyrir svo eftirsótta vöru hækka til muna en svo virðist sem lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við þegar laun íslenskra heilbrigðisstarfsmanna eru annars vegar. Það er því aðeins eitt sem eftir stendur sem mögulega útskýrir launamuninn. Hefðbundnar kvennastéttir eru á lægri launum en hefðbundnar karlastéttir. Þannig eru meðaltalsdagvinnulaun tæknifræðinga 25% hærri en hjúkrunarfræðinga og laun viðskipta- og hagfræðinga 18% hærri. Ég fagna því að laun þeirra eru góð en betur má ef duga skal í launum hjúkrunarfræðinga. Það er algerlega óásættanlegt að árið 2015, þegar konur fagna því að 100 ár eru liðin frá því að þær fengu kosningarétt hér á landi, séu störf sem aðallega eru unnin af konum enn metin til lægri launa en hefðbundin störf karla. Við hjúkrunarfræðingar sættum okkur ekki við þetta lengur. Bætt laun hjúkrunarfræðinga eru forsenda þess að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, tryggja ásættanlega nýliðun stéttarinnar og gera kjörin sambærileg við það sem býðst í nágrannalöndunum. Ekki er hægt að reka öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi án hjúkrunarfræðinga. Ég hvet stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst og nota tækifærið á 100 ára kosningaafmæli kvenna til að taka stórt skref í þá átt að útrýma kynbundnum launamun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á eftir nokkra daga, ef ekki semst. Komi til verkfalls munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif á heilbrigðisstofnanir um land allt. Hjúkrunarfræðingar hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem þá skapast en ákvörðun um verkfall var tekin af nauðsyn en með miklum trega. Öryggi skjólstæðinganna er leiðarljósið í starfi hjúkrunarfræðinga og það verður ekki undantekning á því í komandi verkfalli. Öryggislistar eru í gildi á stofnunum sem eiga að tryggja að skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hljóti ekki skaða af verkfallinu. Þó er ljóst að það hefur víðtæk áhrif þegar um 1.500 hjúkrunarfræðingar leggja niður störf enda eru hjúkrunarfræðingar hryggjarstykki í íslenska heilbrigðiskerfinu sem verður ekki starfhæft án þeirra. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru einfaldar, að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Munurinn er 14-25%. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga vinnur eingöngu dagvinnu. Hver er ástæða þessa launamunar? Grunnnám hjúkrunarfræðinga tekur fjögur ár meðan flestar háskólamenntaðar stéttir eru með grunnám sem tekur þrjú ár. Auk þess er stór hluti stéttarinnar með framhaldsnám sem tekur að jafnaði tvö ár til viðbótar. Það er því ekki hægt að segja að menntun hjúkrunarfræðinga útskýri þennan launamun. Ef horft er til ábyrgðar hjúkrunarfræðinga er ekki hægt að segja að hún skýri launamuninn. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga er gífurleg, þeir bera ábyrgð á lífi og heilsu fólks. Smávægileg mistök í okkar starfi geta haft gífurlegar afleiðingar bæði fyrir skjólstæðinga okkar og okkur sjálf.Algerlega óásættanlegt Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum, bæði hér heima og erlendis. Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga er ekki bundinn við landamæri og íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir víða erlendis. Nú þegar næst ekki að manna allar þær stöður hjúkrunarfræðinga sem losna hér á landi og haldi áfram sem horfir munum við standa frammi fyrir gífurlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á næstu árum. Í heimi viðskipta myndi verð fyrir svo eftirsótta vöru hækka til muna en svo virðist sem lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við þegar laun íslenskra heilbrigðisstarfsmanna eru annars vegar. Það er því aðeins eitt sem eftir stendur sem mögulega útskýrir launamuninn. Hefðbundnar kvennastéttir eru á lægri launum en hefðbundnar karlastéttir. Þannig eru meðaltalsdagvinnulaun tæknifræðinga 25% hærri en hjúkrunarfræðinga og laun viðskipta- og hagfræðinga 18% hærri. Ég fagna því að laun þeirra eru góð en betur má ef duga skal í launum hjúkrunarfræðinga. Það er algerlega óásættanlegt að árið 2015, þegar konur fagna því að 100 ár eru liðin frá því að þær fengu kosningarétt hér á landi, séu störf sem aðallega eru unnin af konum enn metin til lægri launa en hefðbundin störf karla. Við hjúkrunarfræðingar sættum okkur ekki við þetta lengur. Bætt laun hjúkrunarfræðinga eru forsenda þess að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, tryggja ásættanlega nýliðun stéttarinnar og gera kjörin sambærileg við það sem býðst í nágrannalöndunum. Ekki er hægt að reka öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi án hjúkrunarfræðinga. Ég hvet stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst og nota tækifærið á 100 ára kosningaafmæli kvenna til að taka stórt skref í þá átt að útrýma kynbundnum launamun.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun