Gagnrýnin umræða leiðréttir Þröstur Ólafsson skrifar 28. maí 2015 07:00 Vestrænt samfélag einkennist af gildum eins og frelsi einstaklingsins, lýðræði, réttarríki og mannréttindum. Þessi gildi hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir þjóðir um allan heim. En jafnframt hafa þau átt hatramma andstæðinga, sem reynt hafa að hefta útbreiðslu þeirra. Þessi gildi hafa þróast í aldanna rás í þeim heimshluta þar sem aðskilnaður veraldlegra og trúarlegra valda varð við upphaf kristninnar, sbr. svar Krists, „Guði það sem Guðs er, keisaranum það sem keisarans er“. Rómarríki hið forna klofnaði í tvo hluta, austurrómverska hlutann (byzant/orthodox) og hinn vesturrómverska (latnesk, kaþólsk). Í austurhlutanum var ríki og trú einn og sami hluturinn, enda stöðnuðu þau ríki, meðan í vesturhlutanum var hægt að gagnrýna ríkisvaldið án þess að móðga Guð almáttugan. Menn voru vissulega drepnir vegna gagnrýni en drápin voru framin í nafni og á ábyrgð keisarans, ekki Guðs. Síðan komu ný þjóðfélagsöfl til sögunnar, sem leiddu þróunarferlið áfram. Átök innan kirkjunnar enduðu í siðbótinni, með upplýsingastefnu, kapítalisma og sósíalisma sem hliðarafurðir. Tjáningar- og prentfrelsið leiddi af sér almenna og gagnrýna umræðu. Vestrænt samfélag var orðið til. Ferðalag mistaka Á þessu yfirborðslega ferðalagi okkar um söguna er mikilvægt að gleyma því ekki að svokölluð vestræn ríki voru, þrátt fyrir þessi göfugu gildi, engir eftirbátar annarra ríkja í yfirráðum og grimmd. Þau brutu sjálf iðulega gegn eigin gildum. Höfundar mannréttinda- og frelsisyfirlýsingar Bandaríkjanna áttu flestir þræla. Vestrænir menn útrýmdu innbyggjum s.s. indíánum og stunduðu þrælasölu. Hatröm nýlendustefna var rekin af vestrænum ríkjum. Vestræn ríki hafa barist gegn frelsisunnendum og kæft sjálfstæðiskröfur og tekið afstöðu með einræðisherrum og kúgurum. Stríðið í Víetnam, innrásin í Írak, þátttaka í kúgun Palestínuþjóðarinnar eru aðeins örfá dæmi um hvernig skammsýn valdabarátta getur leitt til svika við eigin gildi. Kirkjan var heldur ekkert rómað framfaraafl. Sterk, stundum banvæn, andstaða gegn vísindum og víðtæk undirokun kvenna og margs konar lítilsvirðandi afstaða gegn „vantrúuðum“ var fylgifiskur kirkjunnar um aldir. Þó voru það spænskir guðsmenn sem fyrstir allra skrifuðu um skelfilega meðferð á indíánum og bentu á að þeir væru mennskir eins og við og bæri að meðhöndlast sem slíkir. Mikilvægi umræðunnar Galdur vestræns samfélags liggur ekki í því að þau geri ekki mistök, brjóti jafnvel gegn eigin gildum, heldur því að þeim auðnast að leiðrétta mistök sín. Það gerðist með opinni, frjálsri umræðu. Hún fór fyrst leynt af stað en óx fiskur um hrygg og varð síðar lýðræðislegur réttur. Hún opnaði fyrir gagnrýni heima fyrir sem menn lærðu að taka mark á. Umræðan og rökræðan er drifkraftur og mergur lýðræðislegs samfélags. Þess vegna er þetta samfélagsform svona sterkt, en verður ofurveikt fái frjáls umræða ekki að dafna. Gagnrýnin umræða var áttavitinn sem leiðrétti missig samfélagsins. Þess vegna hafa vestræn ríki fram til þessa komið standandi út úr flestum afglöpum og misgjörðum sínum og orðið leiðarljós hinna sem festust í mistökum sínum. En umræðan þarf að vera opin og lýðræðisleg svo almenningur geti fylgst með henni og tekið þátt. Hún má aldrei vera skilyrt. Ef fjölmiðlar eru ófrjálsir og starfa undir boðvaldi ríkisvalds eða hafa víðtæka eigendavernd að viðmiði ritstjórnar, þá getur umræðan ekki verið frjáls, leiðréttingarferlinu seinkar eða mistökin festast í sessi. Það verður viðkomandi samfélagi fjötur um fót um ókomin ár. Gagnrýni er styrkur Bjartsýni er mannskepnunni eðlislæg, aðfinnsla litin hornauga. Gagnrýnin umræða á oftast á brattann að sækja. Mörgum finnst eðlilegra að halda áfram, horfa lítt til baka, vera ekki sífellt að nöldra. Valdhafar segja gjarnan að gagnrýni á framvindu landsmálanna beri vott um neikvæði og bölsýni, menn eigi að vera bjartsýnir á framtíðina. Gagnrýnið hugarfar hefði væntanlega getað dregið úr eða komið í veg fyrir hrunið. Varfærnisleg varnarorð fárra náðu ekki í gegn. Trúgirni og velvilji einfeldningsins þróa ekkert vitrænt samfélag. Aðeins gagnrýn hugsun megnar að draga úr hættunni á að mannleg mistök verði endurtekin. Það gildir einnig um okkur. Við þurfum að horfa með gagnrýnum huga á þróunarferli samfélagsins á hverjum tíma. Stefnum við samfélagi okkar aftur á bak í ógöngur eða höldum við opnum huga inn í ókomna tíð? Hún er styrkur hins vestræna samfélags. Án hennar væri þessi merkilega tilraun löngu stöðnuð. Við eigum þess vegna að gera henni hátt undir höfði í stað þess að bera hana út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Vestrænt samfélag einkennist af gildum eins og frelsi einstaklingsins, lýðræði, réttarríki og mannréttindum. Þessi gildi hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir þjóðir um allan heim. En jafnframt hafa þau átt hatramma andstæðinga, sem reynt hafa að hefta útbreiðslu þeirra. Þessi gildi hafa þróast í aldanna rás í þeim heimshluta þar sem aðskilnaður veraldlegra og trúarlegra valda varð við upphaf kristninnar, sbr. svar Krists, „Guði það sem Guðs er, keisaranum það sem keisarans er“. Rómarríki hið forna klofnaði í tvo hluta, austurrómverska hlutann (byzant/orthodox) og hinn vesturrómverska (latnesk, kaþólsk). Í austurhlutanum var ríki og trú einn og sami hluturinn, enda stöðnuðu þau ríki, meðan í vesturhlutanum var hægt að gagnrýna ríkisvaldið án þess að móðga Guð almáttugan. Menn voru vissulega drepnir vegna gagnrýni en drápin voru framin í nafni og á ábyrgð keisarans, ekki Guðs. Síðan komu ný þjóðfélagsöfl til sögunnar, sem leiddu þróunarferlið áfram. Átök innan kirkjunnar enduðu í siðbótinni, með upplýsingastefnu, kapítalisma og sósíalisma sem hliðarafurðir. Tjáningar- og prentfrelsið leiddi af sér almenna og gagnrýna umræðu. Vestrænt samfélag var orðið til. Ferðalag mistaka Á þessu yfirborðslega ferðalagi okkar um söguna er mikilvægt að gleyma því ekki að svokölluð vestræn ríki voru, þrátt fyrir þessi göfugu gildi, engir eftirbátar annarra ríkja í yfirráðum og grimmd. Þau brutu sjálf iðulega gegn eigin gildum. Höfundar mannréttinda- og frelsisyfirlýsingar Bandaríkjanna áttu flestir þræla. Vestrænir menn útrýmdu innbyggjum s.s. indíánum og stunduðu þrælasölu. Hatröm nýlendustefna var rekin af vestrænum ríkjum. Vestræn ríki hafa barist gegn frelsisunnendum og kæft sjálfstæðiskröfur og tekið afstöðu með einræðisherrum og kúgurum. Stríðið í Víetnam, innrásin í Írak, þátttaka í kúgun Palestínuþjóðarinnar eru aðeins örfá dæmi um hvernig skammsýn valdabarátta getur leitt til svika við eigin gildi. Kirkjan var heldur ekkert rómað framfaraafl. Sterk, stundum banvæn, andstaða gegn vísindum og víðtæk undirokun kvenna og margs konar lítilsvirðandi afstaða gegn „vantrúuðum“ var fylgifiskur kirkjunnar um aldir. Þó voru það spænskir guðsmenn sem fyrstir allra skrifuðu um skelfilega meðferð á indíánum og bentu á að þeir væru mennskir eins og við og bæri að meðhöndlast sem slíkir. Mikilvægi umræðunnar Galdur vestræns samfélags liggur ekki í því að þau geri ekki mistök, brjóti jafnvel gegn eigin gildum, heldur því að þeim auðnast að leiðrétta mistök sín. Það gerðist með opinni, frjálsri umræðu. Hún fór fyrst leynt af stað en óx fiskur um hrygg og varð síðar lýðræðislegur réttur. Hún opnaði fyrir gagnrýni heima fyrir sem menn lærðu að taka mark á. Umræðan og rökræðan er drifkraftur og mergur lýðræðislegs samfélags. Þess vegna er þetta samfélagsform svona sterkt, en verður ofurveikt fái frjáls umræða ekki að dafna. Gagnrýnin umræða var áttavitinn sem leiðrétti missig samfélagsins. Þess vegna hafa vestræn ríki fram til þessa komið standandi út úr flestum afglöpum og misgjörðum sínum og orðið leiðarljós hinna sem festust í mistökum sínum. En umræðan þarf að vera opin og lýðræðisleg svo almenningur geti fylgst með henni og tekið þátt. Hún má aldrei vera skilyrt. Ef fjölmiðlar eru ófrjálsir og starfa undir boðvaldi ríkisvalds eða hafa víðtæka eigendavernd að viðmiði ritstjórnar, þá getur umræðan ekki verið frjáls, leiðréttingarferlinu seinkar eða mistökin festast í sessi. Það verður viðkomandi samfélagi fjötur um fót um ókomin ár. Gagnrýni er styrkur Bjartsýni er mannskepnunni eðlislæg, aðfinnsla litin hornauga. Gagnrýnin umræða á oftast á brattann að sækja. Mörgum finnst eðlilegra að halda áfram, horfa lítt til baka, vera ekki sífellt að nöldra. Valdhafar segja gjarnan að gagnrýni á framvindu landsmálanna beri vott um neikvæði og bölsýni, menn eigi að vera bjartsýnir á framtíðina. Gagnrýnið hugarfar hefði væntanlega getað dregið úr eða komið í veg fyrir hrunið. Varfærnisleg varnarorð fárra náðu ekki í gegn. Trúgirni og velvilji einfeldningsins þróa ekkert vitrænt samfélag. Aðeins gagnrýn hugsun megnar að draga úr hættunni á að mannleg mistök verði endurtekin. Það gildir einnig um okkur. Við þurfum að horfa með gagnrýnum huga á þróunarferli samfélagsins á hverjum tíma. Stefnum við samfélagi okkar aftur á bak í ógöngur eða höldum við opnum huga inn í ókomna tíð? Hún er styrkur hins vestræna samfélags. Án hennar væri þessi merkilega tilraun löngu stöðnuð. Við eigum þess vegna að gera henni hátt undir höfði í stað þess að bera hana út.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun