Gagnrýnin umræða leiðréttir Þröstur Ólafsson skrifar 28. maí 2015 07:00 Vestrænt samfélag einkennist af gildum eins og frelsi einstaklingsins, lýðræði, réttarríki og mannréttindum. Þessi gildi hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir þjóðir um allan heim. En jafnframt hafa þau átt hatramma andstæðinga, sem reynt hafa að hefta útbreiðslu þeirra. Þessi gildi hafa þróast í aldanna rás í þeim heimshluta þar sem aðskilnaður veraldlegra og trúarlegra valda varð við upphaf kristninnar, sbr. svar Krists, „Guði það sem Guðs er, keisaranum það sem keisarans er“. Rómarríki hið forna klofnaði í tvo hluta, austurrómverska hlutann (byzant/orthodox) og hinn vesturrómverska (latnesk, kaþólsk). Í austurhlutanum var ríki og trú einn og sami hluturinn, enda stöðnuðu þau ríki, meðan í vesturhlutanum var hægt að gagnrýna ríkisvaldið án þess að móðga Guð almáttugan. Menn voru vissulega drepnir vegna gagnrýni en drápin voru framin í nafni og á ábyrgð keisarans, ekki Guðs. Síðan komu ný þjóðfélagsöfl til sögunnar, sem leiddu þróunarferlið áfram. Átök innan kirkjunnar enduðu í siðbótinni, með upplýsingastefnu, kapítalisma og sósíalisma sem hliðarafurðir. Tjáningar- og prentfrelsið leiddi af sér almenna og gagnrýna umræðu. Vestrænt samfélag var orðið til. Ferðalag mistaka Á þessu yfirborðslega ferðalagi okkar um söguna er mikilvægt að gleyma því ekki að svokölluð vestræn ríki voru, þrátt fyrir þessi göfugu gildi, engir eftirbátar annarra ríkja í yfirráðum og grimmd. Þau brutu sjálf iðulega gegn eigin gildum. Höfundar mannréttinda- og frelsisyfirlýsingar Bandaríkjanna áttu flestir þræla. Vestrænir menn útrýmdu innbyggjum s.s. indíánum og stunduðu þrælasölu. Hatröm nýlendustefna var rekin af vestrænum ríkjum. Vestræn ríki hafa barist gegn frelsisunnendum og kæft sjálfstæðiskröfur og tekið afstöðu með einræðisherrum og kúgurum. Stríðið í Víetnam, innrásin í Írak, þátttaka í kúgun Palestínuþjóðarinnar eru aðeins örfá dæmi um hvernig skammsýn valdabarátta getur leitt til svika við eigin gildi. Kirkjan var heldur ekkert rómað framfaraafl. Sterk, stundum banvæn, andstaða gegn vísindum og víðtæk undirokun kvenna og margs konar lítilsvirðandi afstaða gegn „vantrúuðum“ var fylgifiskur kirkjunnar um aldir. Þó voru það spænskir guðsmenn sem fyrstir allra skrifuðu um skelfilega meðferð á indíánum og bentu á að þeir væru mennskir eins og við og bæri að meðhöndlast sem slíkir. Mikilvægi umræðunnar Galdur vestræns samfélags liggur ekki í því að þau geri ekki mistök, brjóti jafnvel gegn eigin gildum, heldur því að þeim auðnast að leiðrétta mistök sín. Það gerðist með opinni, frjálsri umræðu. Hún fór fyrst leynt af stað en óx fiskur um hrygg og varð síðar lýðræðislegur réttur. Hún opnaði fyrir gagnrýni heima fyrir sem menn lærðu að taka mark á. Umræðan og rökræðan er drifkraftur og mergur lýðræðislegs samfélags. Þess vegna er þetta samfélagsform svona sterkt, en verður ofurveikt fái frjáls umræða ekki að dafna. Gagnrýnin umræða var áttavitinn sem leiðrétti missig samfélagsins. Þess vegna hafa vestræn ríki fram til þessa komið standandi út úr flestum afglöpum og misgjörðum sínum og orðið leiðarljós hinna sem festust í mistökum sínum. En umræðan þarf að vera opin og lýðræðisleg svo almenningur geti fylgst með henni og tekið þátt. Hún má aldrei vera skilyrt. Ef fjölmiðlar eru ófrjálsir og starfa undir boðvaldi ríkisvalds eða hafa víðtæka eigendavernd að viðmiði ritstjórnar, þá getur umræðan ekki verið frjáls, leiðréttingarferlinu seinkar eða mistökin festast í sessi. Það verður viðkomandi samfélagi fjötur um fót um ókomin ár. Gagnrýni er styrkur Bjartsýni er mannskepnunni eðlislæg, aðfinnsla litin hornauga. Gagnrýnin umræða á oftast á brattann að sækja. Mörgum finnst eðlilegra að halda áfram, horfa lítt til baka, vera ekki sífellt að nöldra. Valdhafar segja gjarnan að gagnrýni á framvindu landsmálanna beri vott um neikvæði og bölsýni, menn eigi að vera bjartsýnir á framtíðina. Gagnrýnið hugarfar hefði væntanlega getað dregið úr eða komið í veg fyrir hrunið. Varfærnisleg varnarorð fárra náðu ekki í gegn. Trúgirni og velvilji einfeldningsins þróa ekkert vitrænt samfélag. Aðeins gagnrýn hugsun megnar að draga úr hættunni á að mannleg mistök verði endurtekin. Það gildir einnig um okkur. Við þurfum að horfa með gagnrýnum huga á þróunarferli samfélagsins á hverjum tíma. Stefnum við samfélagi okkar aftur á bak í ógöngur eða höldum við opnum huga inn í ókomna tíð? Hún er styrkur hins vestræna samfélags. Án hennar væri þessi merkilega tilraun löngu stöðnuð. Við eigum þess vegna að gera henni hátt undir höfði í stað þess að bera hana út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Vestrænt samfélag einkennist af gildum eins og frelsi einstaklingsins, lýðræði, réttarríki og mannréttindum. Þessi gildi hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir þjóðir um allan heim. En jafnframt hafa þau átt hatramma andstæðinga, sem reynt hafa að hefta útbreiðslu þeirra. Þessi gildi hafa þróast í aldanna rás í þeim heimshluta þar sem aðskilnaður veraldlegra og trúarlegra valda varð við upphaf kristninnar, sbr. svar Krists, „Guði það sem Guðs er, keisaranum það sem keisarans er“. Rómarríki hið forna klofnaði í tvo hluta, austurrómverska hlutann (byzant/orthodox) og hinn vesturrómverska (latnesk, kaþólsk). Í austurhlutanum var ríki og trú einn og sami hluturinn, enda stöðnuðu þau ríki, meðan í vesturhlutanum var hægt að gagnrýna ríkisvaldið án þess að móðga Guð almáttugan. Menn voru vissulega drepnir vegna gagnrýni en drápin voru framin í nafni og á ábyrgð keisarans, ekki Guðs. Síðan komu ný þjóðfélagsöfl til sögunnar, sem leiddu þróunarferlið áfram. Átök innan kirkjunnar enduðu í siðbótinni, með upplýsingastefnu, kapítalisma og sósíalisma sem hliðarafurðir. Tjáningar- og prentfrelsið leiddi af sér almenna og gagnrýna umræðu. Vestrænt samfélag var orðið til. Ferðalag mistaka Á þessu yfirborðslega ferðalagi okkar um söguna er mikilvægt að gleyma því ekki að svokölluð vestræn ríki voru, þrátt fyrir þessi göfugu gildi, engir eftirbátar annarra ríkja í yfirráðum og grimmd. Þau brutu sjálf iðulega gegn eigin gildum. Höfundar mannréttinda- og frelsisyfirlýsingar Bandaríkjanna áttu flestir þræla. Vestrænir menn útrýmdu innbyggjum s.s. indíánum og stunduðu þrælasölu. Hatröm nýlendustefna var rekin af vestrænum ríkjum. Vestræn ríki hafa barist gegn frelsisunnendum og kæft sjálfstæðiskröfur og tekið afstöðu með einræðisherrum og kúgurum. Stríðið í Víetnam, innrásin í Írak, þátttaka í kúgun Palestínuþjóðarinnar eru aðeins örfá dæmi um hvernig skammsýn valdabarátta getur leitt til svika við eigin gildi. Kirkjan var heldur ekkert rómað framfaraafl. Sterk, stundum banvæn, andstaða gegn vísindum og víðtæk undirokun kvenna og margs konar lítilsvirðandi afstaða gegn „vantrúuðum“ var fylgifiskur kirkjunnar um aldir. Þó voru það spænskir guðsmenn sem fyrstir allra skrifuðu um skelfilega meðferð á indíánum og bentu á að þeir væru mennskir eins og við og bæri að meðhöndlast sem slíkir. Mikilvægi umræðunnar Galdur vestræns samfélags liggur ekki í því að þau geri ekki mistök, brjóti jafnvel gegn eigin gildum, heldur því að þeim auðnast að leiðrétta mistök sín. Það gerðist með opinni, frjálsri umræðu. Hún fór fyrst leynt af stað en óx fiskur um hrygg og varð síðar lýðræðislegur réttur. Hún opnaði fyrir gagnrýni heima fyrir sem menn lærðu að taka mark á. Umræðan og rökræðan er drifkraftur og mergur lýðræðislegs samfélags. Þess vegna er þetta samfélagsform svona sterkt, en verður ofurveikt fái frjáls umræða ekki að dafna. Gagnrýnin umræða var áttavitinn sem leiðrétti missig samfélagsins. Þess vegna hafa vestræn ríki fram til þessa komið standandi út úr flestum afglöpum og misgjörðum sínum og orðið leiðarljós hinna sem festust í mistökum sínum. En umræðan þarf að vera opin og lýðræðisleg svo almenningur geti fylgst með henni og tekið þátt. Hún má aldrei vera skilyrt. Ef fjölmiðlar eru ófrjálsir og starfa undir boðvaldi ríkisvalds eða hafa víðtæka eigendavernd að viðmiði ritstjórnar, þá getur umræðan ekki verið frjáls, leiðréttingarferlinu seinkar eða mistökin festast í sessi. Það verður viðkomandi samfélagi fjötur um fót um ókomin ár. Gagnrýni er styrkur Bjartsýni er mannskepnunni eðlislæg, aðfinnsla litin hornauga. Gagnrýnin umræða á oftast á brattann að sækja. Mörgum finnst eðlilegra að halda áfram, horfa lítt til baka, vera ekki sífellt að nöldra. Valdhafar segja gjarnan að gagnrýni á framvindu landsmálanna beri vott um neikvæði og bölsýni, menn eigi að vera bjartsýnir á framtíðina. Gagnrýnið hugarfar hefði væntanlega getað dregið úr eða komið í veg fyrir hrunið. Varfærnisleg varnarorð fárra náðu ekki í gegn. Trúgirni og velvilji einfeldningsins þróa ekkert vitrænt samfélag. Aðeins gagnrýn hugsun megnar að draga úr hættunni á að mannleg mistök verði endurtekin. Það gildir einnig um okkur. Við þurfum að horfa með gagnrýnum huga á þróunarferli samfélagsins á hverjum tíma. Stefnum við samfélagi okkar aftur á bak í ógöngur eða höldum við opnum huga inn í ókomna tíð? Hún er styrkur hins vestræna samfélags. Án hennar væri þessi merkilega tilraun löngu stöðnuð. Við eigum þess vegna að gera henni hátt undir höfði í stað þess að bera hana út.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar