Stjórnarandstaðan óttast skattatillögu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. maí 2015 07:00 Tillaga ríkisstjórnarinnar er að afnema milliskattþrepið. Fréttablaðið/Valgarður Gíslason Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið kynningu á tillögum ríkisstjórnarinnar um að fækka skattþrepum um eitt. Forystumenn flokkanna vara við því að með því minnki færi á að nýta skattkerfið til tekjujöfnunar. Þá er kallað eftir ítarlegri tillögum sem innlegg í lausn á kjaradeilum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hyggst ríkisstjórnin afnema millitekjuskattþrepið þannig að þrepin verði aðeins tvö. Mörkin þeirra á milli verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Þetta er hugsað sem innlegg í kjaraviðræður en með þessu á sérstaklega að koma til móts við millitekjuhópa. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður á bilinu 15-17 milljarðar, en breytingin verður að fullu komin til framkvæmda í árslok 2017. Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum stjórnarandstöðunnar við þessum fyrirætlunum. Forystumennirnir fjórir settu allir þann fyrirvara að þeir hefðu ekki séð tillögurnar.Árni Páll ÁrnasonNýta á skattkerfi til tekjujöfnunar „Við höfum lengi kallað eftir því að ríkisstjórnin beiti skattkerfinu til tekjujöfnunar, en það hefur hún ekki gert síðan hún tók við. Við höfum talið mikilvægt að hafa fjölþrepaskattkerfi í þeim tilgangi og verkalýðshreyfingin hefur deilt þeim meginsjónarmiðum með okkur,“ segir Árni Páll Árnason, fromaður Samfylkingarinnar. „Það á auðvitað eftir að sjá frekari útfærslu á þessu og við munum fyrst og fremst meta þetta eftir því hvort breytingin nær því markmiði að hafa áhrif til jöfnuðar. Við skulum skoða heildarmyndina, en við viljum að breytingin nýtist einnig lífeyrisþegum, jafnt öldruðum sem öryrkjum.“Katrín JakobsdóttirVilja leita í fyrirhrunsskattkerfið „Mér finnst kolröng stefna að fækka skattþrepunum og það hef ég sagt síðan fjármálaráðherra byrjaði að boða slíkt. Tilgangurinn með því er að fletja skattkerfið út aftur, enda var Sjálfstæðisflokkurinn á móti þrepaskiptakerfinu þegar því var komið á og hefur viljað leita aftur í flata fyrirhrunsskattkerfið. Afnám auðlegðarskattarins og þessi fyrirhugaða fækkun þrepa eru áfangar á þeirri leið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það í tengslum við kjarasamninga að endurskoða viðmiðunarfjárhæðir á hverju þrepi. Það að fækka þrepum er hins vegar fyrst og fremst aðgerð sem er hluti af pólitískri stefnu þessarar ríkisstjórnar.“Guðmundur SteingrímssonTekjujöfnunin skiptir máli „Ég fagna því að það sé komið eitthvert innlegg frá ríkisstjórninni í kjarasamninga,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar. „Við höfum auglýst eftir því og það hefur vakið undrun mína að viðbrögðin við því hafa verið þau að ríkisvaldið hafi enga þýðingu í þessu og þingið eigi enga aðkomu að samningum. En svo sjáum við hvað gerist nú þegar það kemur almennilegt útspil frá ríkisstjórninni, þetta skiptir miklu máli. Það skiptir máli ef tillögurnar fá góðar undirtektir á vinnumarkaði og verða til þess að leysa kjaradeilur.“ „Það eru hins vegar ákveðin rök fyrir þremur skattþrepum, ákveðin tekjujöfnunarrök, og ég þarf að sjá hvernig því er mætt, að þetta bitni ekki á þeim lægst launuðu. Útfærslan skiptir því máli og í samhengi við kjarasamninga, hvort því verði þá mætt þar,“ segir hann.Birgitta JónsdóttirÞarf að brúa tekjugapið „Það er ánægjulegt að komnar séu tillögur að því hvernig ríkið getur tekið sinn þátt í því að leysa kjaradeilur. Ég átta mig ekki alveg á því hvort þetta sé nóg til að fólki finnist að það mikla gap sem er á milli þeirra sem hafa minnst og þeirra sem hafa mest verði brúað. Við verðum að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. „Hvað kjarasamninga varðar finnst mér langbrýnast að gera eitthvað varðandi það neyðarástand sem ríkir á húsnæðismarkaðnum. Ég á erfitt með að fara í frí áður en komið er eitthvað sem tekur á því og það strax, ekki árið 2017.“ Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið fyrir árslok 2017. Kostar ríkissjóð 15 til 17 milljarða á næstu tveimur árum. 28. maí 2015 07:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið kynningu á tillögum ríkisstjórnarinnar um að fækka skattþrepum um eitt. Forystumenn flokkanna vara við því að með því minnki færi á að nýta skattkerfið til tekjujöfnunar. Þá er kallað eftir ítarlegri tillögum sem innlegg í lausn á kjaradeilum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hyggst ríkisstjórnin afnema millitekjuskattþrepið þannig að þrepin verði aðeins tvö. Mörkin þeirra á milli verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Þetta er hugsað sem innlegg í kjaraviðræður en með þessu á sérstaklega að koma til móts við millitekjuhópa. Kostnaður fyrir ríkissjóð verður á bilinu 15-17 milljarðar, en breytingin verður að fullu komin til framkvæmda í árslok 2017. Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum stjórnarandstöðunnar við þessum fyrirætlunum. Forystumennirnir fjórir settu allir þann fyrirvara að þeir hefðu ekki séð tillögurnar.Árni Páll ÁrnasonNýta á skattkerfi til tekjujöfnunar „Við höfum lengi kallað eftir því að ríkisstjórnin beiti skattkerfinu til tekjujöfnunar, en það hefur hún ekki gert síðan hún tók við. Við höfum talið mikilvægt að hafa fjölþrepaskattkerfi í þeim tilgangi og verkalýðshreyfingin hefur deilt þeim meginsjónarmiðum með okkur,“ segir Árni Páll Árnason, fromaður Samfylkingarinnar. „Það á auðvitað eftir að sjá frekari útfærslu á þessu og við munum fyrst og fremst meta þetta eftir því hvort breytingin nær því markmiði að hafa áhrif til jöfnuðar. Við skulum skoða heildarmyndina, en við viljum að breytingin nýtist einnig lífeyrisþegum, jafnt öldruðum sem öryrkjum.“Katrín JakobsdóttirVilja leita í fyrirhrunsskattkerfið „Mér finnst kolröng stefna að fækka skattþrepunum og það hef ég sagt síðan fjármálaráðherra byrjaði að boða slíkt. Tilgangurinn með því er að fletja skattkerfið út aftur, enda var Sjálfstæðisflokkurinn á móti þrepaskiptakerfinu þegar því var komið á og hefur viljað leita aftur í flata fyrirhrunsskattkerfið. Afnám auðlegðarskattarins og þessi fyrirhugaða fækkun þrepa eru áfangar á þeirri leið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það í tengslum við kjarasamninga að endurskoða viðmiðunarfjárhæðir á hverju þrepi. Það að fækka þrepum er hins vegar fyrst og fremst aðgerð sem er hluti af pólitískri stefnu þessarar ríkisstjórnar.“Guðmundur SteingrímssonTekjujöfnunin skiptir máli „Ég fagna því að það sé komið eitthvert innlegg frá ríkisstjórninni í kjarasamninga,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar. „Við höfum auglýst eftir því og það hefur vakið undrun mína að viðbrögðin við því hafa verið þau að ríkisvaldið hafi enga þýðingu í þessu og þingið eigi enga aðkomu að samningum. En svo sjáum við hvað gerist nú þegar það kemur almennilegt útspil frá ríkisstjórninni, þetta skiptir miklu máli. Það skiptir máli ef tillögurnar fá góðar undirtektir á vinnumarkaði og verða til þess að leysa kjaradeilur.“ „Það eru hins vegar ákveðin rök fyrir þremur skattþrepum, ákveðin tekjujöfnunarrök, og ég þarf að sjá hvernig því er mætt, að þetta bitni ekki á þeim lægst launuðu. Útfærslan skiptir því máli og í samhengi við kjarasamninga, hvort því verði þá mætt þar,“ segir hann.Birgitta JónsdóttirÞarf að brúa tekjugapið „Það er ánægjulegt að komnar séu tillögur að því hvernig ríkið getur tekið sinn þátt í því að leysa kjaradeilur. Ég átta mig ekki alveg á því hvort þetta sé nóg til að fólki finnist að það mikla gap sem er á milli þeirra sem hafa minnst og þeirra sem hafa mest verði brúað. Við verðum að sjá hvernig þetta kemur til með að líta út,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. „Hvað kjarasamninga varðar finnst mér langbrýnast að gera eitthvað varðandi það neyðarástand sem ríkir á húsnæðismarkaðnum. Ég á erfitt með að fara í frí áður en komið er eitthvað sem tekur á því og það strax, ekki árið 2017.“
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið fyrir árslok 2017. Kostar ríkissjóð 15 til 17 milljarða á næstu tveimur árum. 28. maí 2015 07:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið fyrir árslok 2017. Kostar ríkissjóð 15 til 17 milljarða á næstu tveimur árum. 28. maí 2015 07:00