Stattu með taugakerfinu Auður Guðjónsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Allt frá því að ég áttaði mig á hversu alvarlega alþjóðlegt taugavísindasvið þarfnast pólitískrar aðstoðar frá alþjóðasamfélaginu hefur mér fundist það kjörið verkefni fyrir litla Ísland að beita áhrifum sínum á alþjóðavísu taugakerfinu til framdráttar. Íslensk stjórnvöld hafa orðið við beiðni minni þar að lútandi og eiga heiðurinn af því að ráðherranefnd Norðurlandaráðs hefur nú samþykkt að gera mænuskaða að einu forgangsverkefna sinna. Árangur þessi sýnir að smáþjóð eins og Ísland getur haft frumkvæði að því að koma mikilvægum málum í farveg á alþjóðavísu, sé hvergi hvikað. Nú þurfum við Íslendingar að halda áfram að standa með taugakerfinu og gera mannkyninu með því mikinn greiða. Við þurfum að ná taugakerfinu inn sem sjálfstæðu þróunarmarkmiði hjá Sameinuðu þjóðunum í september næstkomandi. Að fá taugakerfið sem þróunarmarkmið myndi varpa alþjóðaathygli á vanda þess og auka fjármagn til vísindasviðsins í kjölfarið. Stjórnvöld hafa undanfarið unnið að málinu á vettvangi hinna Sameinuðu þjóða en segja róðurinn þungan. Ef þau gætu beitt sér á þeim forsendum að íslenska þjóðin geri ríkar kröfur til þess að þjóðir heims hrindi úr vör alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á virkni taugakerfisins gæti það gert gæfumuninn. Oft er það grasrótin sem nær lengst. Vegna þessa biðja SEM samtökin, MND félagið, MS félagið, Geðhjálp, Parkinson félagið, Lauf, félag flogaveikra, Mænuskaðastofnun Íslands og Heilaheill Íslendinga um að standa með taugakerfinu og rita nöfn sín til stuðnings átakinu á vefsíðunni taugakerfid.is. Allt er í húfi fyrir taugakerfið því að næstu þróunarmarkmið verða ekki sett fyrr en árið 2030. Svo lengi getur taugakerfið ekki beðið eftir að átak verði gert í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að ég áttaði mig á hversu alvarlega alþjóðlegt taugavísindasvið þarfnast pólitískrar aðstoðar frá alþjóðasamfélaginu hefur mér fundist það kjörið verkefni fyrir litla Ísland að beita áhrifum sínum á alþjóðavísu taugakerfinu til framdráttar. Íslensk stjórnvöld hafa orðið við beiðni minni þar að lútandi og eiga heiðurinn af því að ráðherranefnd Norðurlandaráðs hefur nú samþykkt að gera mænuskaða að einu forgangsverkefna sinna. Árangur þessi sýnir að smáþjóð eins og Ísland getur haft frumkvæði að því að koma mikilvægum málum í farveg á alþjóðavísu, sé hvergi hvikað. Nú þurfum við Íslendingar að halda áfram að standa með taugakerfinu og gera mannkyninu með því mikinn greiða. Við þurfum að ná taugakerfinu inn sem sjálfstæðu þróunarmarkmiði hjá Sameinuðu þjóðunum í september næstkomandi. Að fá taugakerfið sem þróunarmarkmið myndi varpa alþjóðaathygli á vanda þess og auka fjármagn til vísindasviðsins í kjölfarið. Stjórnvöld hafa undanfarið unnið að málinu á vettvangi hinna Sameinuðu þjóða en segja róðurinn þungan. Ef þau gætu beitt sér á þeim forsendum að íslenska þjóðin geri ríkar kröfur til þess að þjóðir heims hrindi úr vör alþjóðlegu átaki til aukins skilnings á virkni taugakerfisins gæti það gert gæfumuninn. Oft er það grasrótin sem nær lengst. Vegna þessa biðja SEM samtökin, MND félagið, MS félagið, Geðhjálp, Parkinson félagið, Lauf, félag flogaveikra, Mænuskaðastofnun Íslands og Heilaheill Íslendinga um að standa með taugakerfinu og rita nöfn sín til stuðnings átakinu á vefsíðunni taugakerfid.is. Allt er í húfi fyrir taugakerfið því að næstu þróunarmarkmið verða ekki sett fyrr en árið 2030. Svo lengi getur taugakerfið ekki beðið eftir að átak verði gert í því.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar