Bannaður Bragi Magnús Guðmundsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki alls löngu skrifaði Bragi Ólafsson rithöfundur bókina Bögglapóststofan eftir pöntun fyrirtækisins Gamma sem dreifði bókarkorninu til 300 viðskipta- og vildarvina fyrirtækisins. Bragi hefur mátt sæta gagnrýni fyrir tiltækið á þeim forsendum að hann þiggi rithöfundalaun og að fyrir vikið eigi hann ekkert með að vera að skrifa bækur, þótt litlar séu, fyrir útvalda fjársterka aðila. Að hann hafi samfélagslegar skyldur við sinn launagreiðanda, skattgreiðendur, og eigi því að einbeita sér að því að skrifa aðeins fyrir þá. Bragi blæs á þessa gagnrýni í úttekt sem birtist í Reykjavík vikublað eftir Atla Þór Fanndal blaðamann á sambandi listamanna við fjársterka einstaklinga og fyrirtæki í samfélaginu hverju sinni. Auðvitað er hverjum þeim sem starfar að einhverju eða öllu leyti fyrir hið opinbera í sjálfsvald sett hvort viðkomandi tekur að sér aukavinnu eða ei. Mikilvægt er að hafa í huga að gerðar eru kröfur til rithöfunda sem og annarra listamanna um að þeir skili afköstum – skrifi bækur, máli myndir o.s.frv. Að rithöfunda- og listamannalaun séu greidd fyrir ekki neitt er meinlegur misskilningur í besta falli. Það sem er sýnu athyglisverðara er að Bragi virðist kappkosta að draga úr gildi bókarinnar. „Þetta er bara vara sem ég er að selja,“ segir Bragi við Atla Þór og bendir á þetta sé bara æfing fyrir annað og meira verk. Það er væntanlega dálítið svekkjandi fyrir kaupandann að listamanninum þyki þetta svona ómerkilegt en svo má velta því fyrir sér hvort skoðun Braga á bókarkorninu skipti í raun einhverju máli. Líkast til ekki. Listaverk hafa gildi í sjálfu sér og skáldsögur eru í eðli sínu listaverk. Góð, slæm eða eitthvað þar á milli. Moska Chistophs Büchel í Feneyjum er listaverk. Sumum finnst það gott en öðrum ekki en þeir sem hata það mest reyna að hafna því að hér sé í raun listaverk á ferð. Það er líkast til vegna þess að það er óþægur ljár í þúfu valdhafa.Krefur samfélagið um umræðu sem yfirvöld vilja síður að eigi sér stað. Ólíkt Braga Ólafassyni þá kýs Christoph Büchel að tjá sig ekki um gildi verksins eða verkið yfirhöfuð. Það rýrir hvorki né eykur á gildi þess. Verkið hefur verið bannfært og meinað almenningi. Bögglapóststofa Braga er líka meinuð almenningi. En á gjörólíkum forsendum. Gamma vill sitja að verkinu ásamt útvöldum vinum í krafti þess að þeir keyptu það eins og þeir kaupa texta af auglýsingastofu. En Gamma keypti verkið af skapara þess, og í sátt við hann fjármögnuðu þeir skrif bókarinnar. Það breytir öllu – óháð því hvað okkur kann að finnast um mátt peninga í nútíma menningarsamfélagi. Það er annað mál. En verk Christophs Büchel er aftur á móti fjármagnað fyrir almannafé og því er ætlað að rata til almennings með einum eða öðrum hætti. Bannfæring feneyskra yfirvalda er því aðför að íslensku tjáningarfrelsi. Slík þöggun er ólíðandi með öllu. Íslensk stjórnvöld hljóta að vilja andæfa slíkri þöggun. Að öðrum kosti að spyrja sig, hvað banna valdhafar næst? Ítalskar þýðingar á verkum Braga Ólafssonar?
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar