Lamandi áhrif biðar eftir rannsóknum og niðurstöðum Ellen Calmon skrifar 3. júní 2015 00:01 Öryrkjabandalag Íslands er regnhlífarsamtök 37 aðildarfélaga sem eru samtök fatlaðs fólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagar í mörgum aðildarfélögum ÖBÍ eru verulega uggandi yfir stöðu samningaviðræðna ríkisins við heilbrigðisstarfsfólk. Til ÖBÍ leita fjölmargir sjúklingar og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda en fá hana ekki eða þurfa að bíða óþarflega lengi eftir henni um þessar mundir. Dýrkeypt mistök geta átt sér stað Við höfum heyrt af sjúklingum sem hafa legið inni á Landspítalanum þar sem andrúmsloftið er þrungið. Bið eftir að komast í rannsóknir er löng og þeir sem loks komast í rannsóknir bíða lengi eftir niðurstöðunum. Þessar aðstæður geta haft lamandi áhrif bæði á sjúklinga og aðstandendur. Margir hverjir kvíða niðurstöðum og aðrir geta sig hvergi hreyft fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Fólk bíður í von og óvon eftir því hver sjúkdómsgreiningin verður eða hvers lags meðferð bíður þess. Einu svörin sem berast eru á þá leið að þetta tefjist allt vegna verkfalla. Óánægju gætir hjá sjúklingum og aðstandendum. Fólk verður óþreyjufullt og aðgangsharðara við að krefjast rannsókna og svara sem skapar svo enn frekari spennu í ferlinu sem fram undan er. Starfsfólk reynir svo sannarlega að gera sitt besta, en álagið er gríðarlegt og þá er hætta á að eitthvað gefi sig og dýrkeypt mistök geti átt sér stað. Semjið tafarlaust í þágu sjúklinga Sjúkrahúsið á að vera griðastaður meðferðar, endurhæfingar og líknar þar sem hagur sjúklinga og bati þeirra á að vera hafður í fyrirrúmi. Sjúklingar eru ekki varðir fyrir veraldlegum áhyggjum á sjúkrahúsinu við þessar aðstæður heldur vakna þeir við óm af verkfalls- og kjarabótaumræðum starfsfólks á göngum sjúkrahússins. Kurr heyrist í hverju horni. Eru þessar aðstæður ekki fýsilegar þeim sem eru að reyna ná bata og sumir hverjir að berjast fyrir lífi sínu. Í því andrúmslofti sem nú ríkir á Landspítalanum er ekki hægt að segja að umhverfið sé heilandi. Þessum aðstæðum verður að linna nú þegar, því annars er hætta á að illa fari. Ég krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin setjist tafarlaust að samningaborði með heilbrigðisstarfsfólki í því augnamiði að leysa vandann sem fyrst og semja í þágu sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands er regnhlífarsamtök 37 aðildarfélaga sem eru samtök fatlaðs fólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagar í mörgum aðildarfélögum ÖBÍ eru verulega uggandi yfir stöðu samningaviðræðna ríkisins við heilbrigðisstarfsfólk. Til ÖBÍ leita fjölmargir sjúklingar og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda en fá hana ekki eða þurfa að bíða óþarflega lengi eftir henni um þessar mundir. Dýrkeypt mistök geta átt sér stað Við höfum heyrt af sjúklingum sem hafa legið inni á Landspítalanum þar sem andrúmsloftið er þrungið. Bið eftir að komast í rannsóknir er löng og þeir sem loks komast í rannsóknir bíða lengi eftir niðurstöðunum. Þessar aðstæður geta haft lamandi áhrif bæði á sjúklinga og aðstandendur. Margir hverjir kvíða niðurstöðum og aðrir geta sig hvergi hreyft fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Fólk bíður í von og óvon eftir því hver sjúkdómsgreiningin verður eða hvers lags meðferð bíður þess. Einu svörin sem berast eru á þá leið að þetta tefjist allt vegna verkfalla. Óánægju gætir hjá sjúklingum og aðstandendum. Fólk verður óþreyjufullt og aðgangsharðara við að krefjast rannsókna og svara sem skapar svo enn frekari spennu í ferlinu sem fram undan er. Starfsfólk reynir svo sannarlega að gera sitt besta, en álagið er gríðarlegt og þá er hætta á að eitthvað gefi sig og dýrkeypt mistök geti átt sér stað. Semjið tafarlaust í þágu sjúklinga Sjúkrahúsið á að vera griðastaður meðferðar, endurhæfingar og líknar þar sem hagur sjúklinga og bati þeirra á að vera hafður í fyrirrúmi. Sjúklingar eru ekki varðir fyrir veraldlegum áhyggjum á sjúkrahúsinu við þessar aðstæður heldur vakna þeir við óm af verkfalls- og kjarabótaumræðum starfsfólks á göngum sjúkrahússins. Kurr heyrist í hverju horni. Eru þessar aðstæður ekki fýsilegar þeim sem eru að reyna ná bata og sumir hverjir að berjast fyrir lífi sínu. Í því andrúmslofti sem nú ríkir á Landspítalanum er ekki hægt að segja að umhverfið sé heilandi. Þessum aðstæðum verður að linna nú þegar, því annars er hætta á að illa fari. Ég krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin setjist tafarlaust að samningaborði með heilbrigðisstarfsfólki í því augnamiði að leysa vandann sem fyrst og semja í þágu sjúklinga.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun