Hjartans mál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 4. júní 2015 08:03 Hvað erum við Íslendingar sammála um þegar kemur að ríkisfjármálunum? Svarið er einfalt: Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill forgangsraða skattfé til heilbrigðismála. Þetta kom skýrt fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember sl. Það sem meira er, þetta á við um alla aldursflokka, alla tekjuhópa, kjósendur allra flokka úr öllum kjördæmum, konur og karla. Ísland hefur líka verið í fremstu röð á sviði heilbrigðismála eins og langlífi og hverfandi ungbarna- og mæðradauði sýna. Við viljum öll að svo verði áfram.Hættumerki Endurtekin verkföll í heilbrigðiskerfinu eru alvarleg hættumerki. Margar af stóru kvennastéttunum, sem hafa virkað eins og límið í samfélaginu í eftirleik hrunsins, eru búnar að fá nóg og komnar í verkfall. Heilbrigðisstofnanir eru enn að ná sér eftir verkfall lækna sl. haust, starfsemi þeirra hefur verið í hægagangi vegna verkfalls BHM í um níu vikur og nú hefur verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í á aðra viku. Við þetta verður ekki búið. Landlæknir telur að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þetta ástand grefur undan heilbrigðiskerfinu og þar með mikilvægustu grunnstoð samfélagsins.Hvað er til ráða? Framlög til heilbrigðismála höfðu verið skorin niður árin fyrir hrun og í niðurskurðinum í kjölfarið var ekki hægt að hlífa heilbrigðiskerfinu sökum umfangs þess í ríkisútgjöldum. Á sama tímabili hefur sjúklingum fjölgað vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Það þýðir að álagið hefur aukist og færri vinna meira á lakari kjörum. Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum til að samningar náist. Ríkisstjórnin verður að sýna, svart á hvítu, að hún hyggist leggja stóraukið fé til heilbrigðismála. Það er eini kosturinn ef við ætlum að standa vörð um það sem stendur hjarta okkar næst, íslenska heilbrigðiskerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Hvað erum við Íslendingar sammála um þegar kemur að ríkisfjármálunum? Svarið er einfalt: Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill forgangsraða skattfé til heilbrigðismála. Þetta kom skýrt fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember sl. Það sem meira er, þetta á við um alla aldursflokka, alla tekjuhópa, kjósendur allra flokka úr öllum kjördæmum, konur og karla. Ísland hefur líka verið í fremstu röð á sviði heilbrigðismála eins og langlífi og hverfandi ungbarna- og mæðradauði sýna. Við viljum öll að svo verði áfram.Hættumerki Endurtekin verkföll í heilbrigðiskerfinu eru alvarleg hættumerki. Margar af stóru kvennastéttunum, sem hafa virkað eins og límið í samfélaginu í eftirleik hrunsins, eru búnar að fá nóg og komnar í verkfall. Heilbrigðisstofnanir eru enn að ná sér eftir verkfall lækna sl. haust, starfsemi þeirra hefur verið í hægagangi vegna verkfalls BHM í um níu vikur og nú hefur verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í á aðra viku. Við þetta verður ekki búið. Landlæknir telur að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þetta ástand grefur undan heilbrigðiskerfinu og þar með mikilvægustu grunnstoð samfélagsins.Hvað er til ráða? Framlög til heilbrigðismála höfðu verið skorin niður árin fyrir hrun og í niðurskurðinum í kjölfarið var ekki hægt að hlífa heilbrigðiskerfinu sökum umfangs þess í ríkisútgjöldum. Á sama tímabili hefur sjúklingum fjölgað vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Það þýðir að álagið hefur aukist og færri vinna meira á lakari kjörum. Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum til að samningar náist. Ríkisstjórnin verður að sýna, svart á hvítu, að hún hyggist leggja stóraukið fé til heilbrigðismála. Það er eini kosturinn ef við ætlum að standa vörð um það sem stendur hjarta okkar næst, íslenska heilbrigðiskerfið.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar