Hvað bíður nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga? Aníta Aagestad og Rakel Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun