Hlín leggur fram nauðgunarkæru Viktoría Hermannsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 5. júní 2015 07:00 Systurnar voru yfirheyrðar vegna málsins á miðvikudag. Hér sést Malín yfirgefa lögreglustöðina í bíl lögmanns síns að yfirheyrslum loknum. Fréttablaðið/Vilhelm Hlín Einarsdóttir ætlar að kæra manninn sem hefur kært hana og systur hennar, Malín Brand, vegna fjárkúgunar. Þetta segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar Einarsdóttur. „Á morgun [í dag] verður lögð fram kæra vegna nauðgunar. Ég staðfesti það að umbjóðandi minn fór á neyðarmóttöku fljótlega eftir atvikið og gögn eru aðgengileg lögreglu vegna þess,“ sagði Kolbrún.Hlín EinarsdóttirMalín Brand sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær þar sem hún segir meinta fjárkúgun hafa verið sáttatillögu um greiðslu á miskabótum en ekki kúgun. Í yfirlýsingunni kemur fram að maðurinn hafði komið sér í samband við systurnar og sannfærði þær um að kæra vegna nauðgunar myndi valda honum verulegum mannorðshnekki. Í kjölfarið sættist Hlín á að þiggja frá honum miskabætur og lagði Hlín til tiltekna upphæð til að ná sáttum. Malín starfaði sem milliliður milli þeirra tveggja og tók meðal annars við greiðslu miskabótanna. Maðurinn fór fram á sönnun þess efnis að hann hefði greitt þeim og fékk hana í formi bréfs sem skrifað var á bréfsefni Morgunblaðsins þar sem Malín starfaði sem blaðamaður. Einu eintaki hélt Malín eftir og maðurinn öðru. Meðal sönnunargagna sem lögregla hefur undir höndum vegna fjárkúgunarkæru á hendur systrunum Hlín og Malín er upptaka af símtali. Á upptökunni er samtal milli Malínar og mannsins sem hefur kært systurnar fyrir fjárkúgun gegn sér. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru nokkur símtöl milli mannsins og Malínar eftir að systurnar höfðu komið til hans með þá kröfu að hann borgaði þeim pening. Eftir að hafa hugsað sig um í nokkra daga borgaði maðurinn systrunum tiltekna upphæð.Yfirheyrðar hvor í sínu lagi Eftir að fréttir voru sagðar af fjárkúgunarmáli systranna gegn forsætisráðherra ákvað maðurinn að kæra þær. Systurnar voru yfirheyrðar á miðvikudag vegna málsins en ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort þær hafi játað að hafa staðið að kúguninni og eins hvort þær hafi kært manninn fyrir nauðgun. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi og stóðu yfirheyrslur yfir þeim fram á kvöld en þeim var sleppt að þeim loknum. Líkt og áður hefur komið fram voru systurnar handteknar í fyrra skiptið á föstudaginn í síðustu viku eftir að hafa sent eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra bréf, þar sem því var hótað að upplýsingum sem kæmu honum illa yrði lekið í fjölmiðla ef ekki yrðu borgaðar átta milljónir sem koma átti fyrir í tösku á tilteknum stað við Vallahraun í Hafnarfirði. Þar handtók lögreglan systurnar sem í kjölfarið voru yfirheyrðar og játuðu aðild sína að málinu. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Segir Hlín hafa leitað á bráðamóttöku vegna meintrar nauðgunar „Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau.“ 4. júní 2015 16:40 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hlín Einarsdóttir ætlar að kæra manninn sem hefur kært hana og systur hennar, Malín Brand, vegna fjárkúgunar. Þetta segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Hlínar Einarsdóttur. „Á morgun [í dag] verður lögð fram kæra vegna nauðgunar. Ég staðfesti það að umbjóðandi minn fór á neyðarmóttöku fljótlega eftir atvikið og gögn eru aðgengileg lögreglu vegna þess,“ sagði Kolbrún.Hlín EinarsdóttirMalín Brand sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær þar sem hún segir meinta fjárkúgun hafa verið sáttatillögu um greiðslu á miskabótum en ekki kúgun. Í yfirlýsingunni kemur fram að maðurinn hafði komið sér í samband við systurnar og sannfærði þær um að kæra vegna nauðgunar myndi valda honum verulegum mannorðshnekki. Í kjölfarið sættist Hlín á að þiggja frá honum miskabætur og lagði Hlín til tiltekna upphæð til að ná sáttum. Malín starfaði sem milliliður milli þeirra tveggja og tók meðal annars við greiðslu miskabótanna. Maðurinn fór fram á sönnun þess efnis að hann hefði greitt þeim og fékk hana í formi bréfs sem skrifað var á bréfsefni Morgunblaðsins þar sem Malín starfaði sem blaðamaður. Einu eintaki hélt Malín eftir og maðurinn öðru. Meðal sönnunargagna sem lögregla hefur undir höndum vegna fjárkúgunarkæru á hendur systrunum Hlín og Malín er upptaka af símtali. Á upptökunni er samtal milli Malínar og mannsins sem hefur kært systurnar fyrir fjárkúgun gegn sér. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru nokkur símtöl milli mannsins og Malínar eftir að systurnar höfðu komið til hans með þá kröfu að hann borgaði þeim pening. Eftir að hafa hugsað sig um í nokkra daga borgaði maðurinn systrunum tiltekna upphæð.Yfirheyrðar hvor í sínu lagi Eftir að fréttir voru sagðar af fjárkúgunarmáli systranna gegn forsætisráðherra ákvað maðurinn að kæra þær. Systurnar voru yfirheyrðar á miðvikudag vegna málsins en ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort þær hafi játað að hafa staðið að kúguninni og eins hvort þær hafi kært manninn fyrir nauðgun. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi og stóðu yfirheyrslur yfir þeim fram á kvöld en þeim var sleppt að þeim loknum. Líkt og áður hefur komið fram voru systurnar handteknar í fyrra skiptið á föstudaginn í síðustu viku eftir að hafa sent eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra bréf, þar sem því var hótað að upplýsingum sem kæmu honum illa yrði lekið í fjölmiðla ef ekki yrðu borgaðar átta milljónir sem koma átti fyrir í tösku á tilteknum stað við Vallahraun í Hafnarfirði. Þar handtók lögreglan systurnar sem í kjölfarið voru yfirheyrðar og játuðu aðild sína að málinu.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Segir Hlín hafa leitað á bráðamóttöku vegna meintrar nauðgunar „Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau.“ 4. júní 2015 16:40 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25
Segir Hlín hafa leitað á bráðamóttöku vegna meintrar nauðgunar „Samskiptin fóru í gegnum mig því systir mín treysti sér ekki til að eiga þau.“ 4. júní 2015 16:40