Erlent

Tsipras er bjartsýnn á að niðurstaða nálgist

guðsteinn bjarnason skrifar
Forsætisráðherra Grikklands ásamt forseta framkvæmdastjórnar ESB.
Forsætisráðherra Grikklands ásamt forseta framkvæmdastjórnar ESB. Fréttablaðið/EPA
Í dag eiga grísk stjórnvöld að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 300 milljónir evra. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri sjóðsins, segist bjartsýn á að Grikkjum takist að reiða féð fram.

Þetta er einn af nokkrum stórum gjalddögum í þessum mánuði, en róðurinn þyngist svo enn frekar í næsta mánuði þegar Grikkir eiga að greiða gjaldeyrissjóðnum 452 milljónir evra og seðlabanka Evrópusambandsins 3,5 milljarða evra.

Grikkir kynntu í lok síðasta mánaðar lánardrottnum sínum hjá AGS, evruríkjunum og seðlabanka ESB hugmyndir sínar um afborganir lánanna. Lánardrottnarnir kynntu svo sínar hugmyndir í byrjun vikunnar en í gær höfnuðu Grikkir þeim samningi.

Alexis Tsipras forsætisráðherra segist engu að síður bjartsýnn á að niðurstaða sé að nálgast. Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, segist hins vegar vera í áfalli eftir að hafa séð tillögur lánardrottnanna.

Tsipras ætlar að ávarpa gríska þingið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×