Stórfyrirtæki gegn lýðræði Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 6. júní 2015 07:00 Mikil leynd hefur hvílt yfir samningaviðræðum Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins um sáttmála um fjárfestingar beggja vegna Atlantsála (TTIP) og sáttmála um rekstrarfyrirkomulag þjónustu (TISA) sem nær til fleiri ríkja og fjallar jafnframt um grunnatriði eins og heilsugæslu. Það var ekki fyrr en flett var ofan af þessum viðræðum á netsíðunni Wikileaks að almenningur fékk innsýn í innihald þessara viðræða. Fram að því hafði leyndarhyggjan verið allsráðandi. Mikið hefur skort upp á að íslenskir fjölmiðlar veiti þessum viðræðum viðeigandi athygli og fæstir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið upp afstöðu sína til málsins. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum hins vegar mjög gagnrýnin á þessar viðræður og það sem þeim er ætlað að ná fram. Við teljum að í þessum sáttmálum felist aðför að lýðræði í þeim ríkjum sem gerast aðilar. Verið er færa völd úr höndum lýðræðislegra stofnana í hendur stórfyrirtækja. Forræði lýðræðislegra samfélaga yfir eigin lögum og reglum er að verulegu leyti fært yfir á vettvang sem óhjákvæmilega verður ógagnsær. Ætla má að ákvarðanir verði ekki bornar undir almenning eða teknar með hag hans að leiðarljósi. Sem dæmi um það er sú ráðstöfun að koma á fót dómstólum þar sem stórfyrirtæki eigi sama rétt og sjálfstæðar þjóðir. Niðurstaða máls fyrir slíkum dómi gæti auðveldlega orðið sú að hagsmunir fyrirtækis séu teknir fram yfir almannahagsmuni. Það myndi merkja endalok lýðræðisins í þeirri mynd sem hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum frá því að almenningur fékk kosningarétt. Forsenda fyrir því að verið er að smygla þessu viðsjárverða aðskotadýri inn í samfélagsgerð okkar er kreppa auðvaldsins sem hefur valdið efnahagsþrengingum alls staðar á Vesturlöndum og takmarkað ofsagróða fyrirtækja. Þau ætla nú að sækja sér betri vígstöðu á kostnað almennings og sameiginlegrar grunnþjónustu okkar. Hið nýja slagorð virðist vera „allt vald til stórfyrirtækjanna“. Gegn því verðum við að standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Mikil leynd hefur hvílt yfir samningaviðræðum Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins um sáttmála um fjárfestingar beggja vegna Atlantsála (TTIP) og sáttmála um rekstrarfyrirkomulag þjónustu (TISA) sem nær til fleiri ríkja og fjallar jafnframt um grunnatriði eins og heilsugæslu. Það var ekki fyrr en flett var ofan af þessum viðræðum á netsíðunni Wikileaks að almenningur fékk innsýn í innihald þessara viðræða. Fram að því hafði leyndarhyggjan verið allsráðandi. Mikið hefur skort upp á að íslenskir fjölmiðlar veiti þessum viðræðum viðeigandi athygli og fæstir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa gefið upp afstöðu sína til málsins. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði erum hins vegar mjög gagnrýnin á þessar viðræður og það sem þeim er ætlað að ná fram. Við teljum að í þessum sáttmálum felist aðför að lýðræði í þeim ríkjum sem gerast aðilar. Verið er færa völd úr höndum lýðræðislegra stofnana í hendur stórfyrirtækja. Forræði lýðræðislegra samfélaga yfir eigin lögum og reglum er að verulegu leyti fært yfir á vettvang sem óhjákvæmilega verður ógagnsær. Ætla má að ákvarðanir verði ekki bornar undir almenning eða teknar með hag hans að leiðarljósi. Sem dæmi um það er sú ráðstöfun að koma á fót dómstólum þar sem stórfyrirtæki eigi sama rétt og sjálfstæðar þjóðir. Niðurstaða máls fyrir slíkum dómi gæti auðveldlega orðið sú að hagsmunir fyrirtækis séu teknir fram yfir almannahagsmuni. Það myndi merkja endalok lýðræðisins í þeirri mynd sem hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum frá því að almenningur fékk kosningarétt. Forsenda fyrir því að verið er að smygla þessu viðsjárverða aðskotadýri inn í samfélagsgerð okkar er kreppa auðvaldsins sem hefur valdið efnahagsþrengingum alls staðar á Vesturlöndum og takmarkað ofsagróða fyrirtækja. Þau ætla nú að sækja sér betri vígstöðu á kostnað almennings og sameiginlegrar grunnþjónustu okkar. Hið nýja slagorð virðist vera „allt vald til stórfyrirtækjanna“. Gegn því verðum við að standa.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar