Þurfum að einblína á gerendur ofbeldis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. júní 2015 07:30 Þegar fólk stígur fram með reynslu sína af kynferðisofbeldi eykst vanalega aðsókn hjá Stígamótum. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“ Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira