Myndlist í Feneyjum Ósk Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júní 2015 07:00 Áttundi maí. Fallegur morgunn í Feneyjum. Hópur fólks streymdi að litlu torgi í Cannareggio-hverfinu, ekki langt frá Ghettoinu fræga, þessu upprunalega sem öll hin heita eftir. Myndlistarfólk, safnafólk, sýningarstjórar, blaðamenn og múslimar í sparifötunum. Eftirvænting í loftinu, allir í hátíðarskapi. Svo opnuðust dyrnar, við fórum úr skónum, settumst á gólfið og hlustuðum á dagskrána. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hélt skemmtilega ræðu á ensku þar sem hann lýsti því hvernig hann þvældist um heiminn, fyrst varð hann hippi og svo varð hann múslimi. Síðan tók kaþólski presturinn Don Nandino við, samspil trúarbragða eru honum hugleikin. Tehmina Janjua var síðust á mælendaskrá. Hún er sendiherra Pakistans á Ítalíu og hélt fallega ræðu. Þetta var merkileg stund. Einstök upplifun. Myndlist er magnað fyrirbæri sem býður upp á óvænta möguleika, óvænt stefnumót. Stundum hægt og hljótt, stundum hátt og skýrt. Hún snýr upp á veruleikann, skoðar utan frá, opnar nýjar gáttir og óravíddir, sviðsetur, grípur inn í, ögrar, vekur hugsun og lætur okkur – þegar best tekst til – finna fyrir fögnuði yfir því að vera til. Myndlistin er frjáls. Leiðirnar sem myndlistarmenn fara eru margvíslegar og stundum óvæntar. Frelsi andans Verk Christophs Büchel í Feneyjum er einfalt og skýrt en það er líka hljóðlátt, póetískt og fallegt. Við sem þarna sátum fylltumst fögnuði og tiltrú á listina. Því í rými listarinnar er allt mögulegt. Þar ríkir frelsi andans, þar er griðastaður fyrir tilraunir og frumsköpun. Hávaðinn er annars staðar; hann er í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum eru sorgleg. Þau nýta sér landlæga andúð og tortryggni gagnvart múslimum og hafa notað ómerkilegar hártoganir um að verkið sé ekki listgjörningur heldur múslimskur tilbeiðslustaður. Það er líka áhyggjuefni, ef ekki skandall, að hvorki Okwi Enwezor – sýningarstjóri – né Paolo Barrata, forseti Feneyjatvíæringsins, hafa andmælt lokun íslenska skálans. Ólga samtímans Samt veltir Okwui Enwezor því fyrir sér – í formála sýningarskrár – hvernig hægt sé að fanga, skilgreina og tjá undirliggjandi ólgu samtímans. Mér finnst Christoph Büchel takast einmitt það mjög vel í verki sínu. Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins er merkilegt og mikilvægt. Verk Büchels afhjúpar meðal annars þá óþægilegu staðreynd að moskur hafa aldrei verið leyfðar í Feneyjum, þessari borg sem á auðæfi sín og alla sína merku sögu viðskiptum við aðra menningarheima að þakka. Það vísar líka til þeirrar miklu andúðar sem hefur verið espuð upp í Reykjavík, í pólitískum tilgangi, vegna fyrirhugaðrar moskubyggingar. Það vekur upp spurningar um tjáningarfrelsi, mismunandi menningarheima, minnihlutahópa, hlutverk listsköpunar og tilgang tvíæringa á borð við Feneyjatvíæringinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Áttundi maí. Fallegur morgunn í Feneyjum. Hópur fólks streymdi að litlu torgi í Cannareggio-hverfinu, ekki langt frá Ghettoinu fræga, þessu upprunalega sem öll hin heita eftir. Myndlistarfólk, safnafólk, sýningarstjórar, blaðamenn og múslimar í sparifötunum. Eftirvænting í loftinu, allir í hátíðarskapi. Svo opnuðust dyrnar, við fórum úr skónum, settumst á gólfið og hlustuðum á dagskrána. Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, hélt skemmtilega ræðu á ensku þar sem hann lýsti því hvernig hann þvældist um heiminn, fyrst varð hann hippi og svo varð hann múslimi. Síðan tók kaþólski presturinn Don Nandino við, samspil trúarbragða eru honum hugleikin. Tehmina Janjua var síðust á mælendaskrá. Hún er sendiherra Pakistans á Ítalíu og hélt fallega ræðu. Þetta var merkileg stund. Einstök upplifun. Myndlist er magnað fyrirbæri sem býður upp á óvænta möguleika, óvænt stefnumót. Stundum hægt og hljótt, stundum hátt og skýrt. Hún snýr upp á veruleikann, skoðar utan frá, opnar nýjar gáttir og óravíddir, sviðsetur, grípur inn í, ögrar, vekur hugsun og lætur okkur – þegar best tekst til – finna fyrir fögnuði yfir því að vera til. Myndlistin er frjáls. Leiðirnar sem myndlistarmenn fara eru margvíslegar og stundum óvæntar. Frelsi andans Verk Christophs Büchel í Feneyjum er einfalt og skýrt en það er líka hljóðlátt, póetískt og fallegt. Við sem þarna sátum fylltumst fögnuði og tiltrú á listina. Því í rými listarinnar er allt mögulegt. Þar ríkir frelsi andans, þar er griðastaður fyrir tilraunir og frumsköpun. Hávaðinn er annars staðar; hann er í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Viðbrögð borgaryfirvalda í Feneyjum eru sorgleg. Þau nýta sér landlæga andúð og tortryggni gagnvart múslimum og hafa notað ómerkilegar hártoganir um að verkið sé ekki listgjörningur heldur múslimskur tilbeiðslustaður. Það er líka áhyggjuefni, ef ekki skandall, að hvorki Okwi Enwezor – sýningarstjóri – né Paolo Barrata, forseti Feneyjatvíæringsins, hafa andmælt lokun íslenska skálans. Ólga samtímans Samt veltir Okwui Enwezor því fyrir sér – í formála sýningarskrár – hvernig hægt sé að fanga, skilgreina og tjá undirliggjandi ólgu samtímans. Mér finnst Christoph Büchel takast einmitt það mjög vel í verki sínu. Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins er merkilegt og mikilvægt. Verk Büchels afhjúpar meðal annars þá óþægilegu staðreynd að moskur hafa aldrei verið leyfðar í Feneyjum, þessari borg sem á auðæfi sín og alla sína merku sögu viðskiptum við aðra menningarheima að þakka. Það vísar líka til þeirrar miklu andúðar sem hefur verið espuð upp í Reykjavík, í pólitískum tilgangi, vegna fyrirhugaðrar moskubyggingar. Það vekur upp spurningar um tjáningarfrelsi, mismunandi menningarheima, minnihlutahópa, hlutverk listsköpunar og tilgang tvíæringa á borð við Feneyjatvíæringinn.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun