Hleypidómar gagnvart námsvali Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. júní 2015 07:00 Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun