Jafnrétti er verkefni allra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 19. júní 2015 00:00 19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi. Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni. Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna. Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál. Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast. Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun