Höldum baráttunni áfram Árni Páll Árnason skrifar 19. júní 2015 07:00 Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á. Að karlar sameinist gegn ofbeldi gegn konum. Að karlar hætti að mismuna konum á vinnustöðum. Að karlar axli jafnan hlut af heimilishaldi á við konur. Að karlar starfi við hlið kvenna í baráttunni fyrir auknu frelsi og auknum völdum kvenna. Í dag verðum við vitni að nýrri bylgju femínisma. Hún birtist í brjóstabyltingu, til að brjótast út úr staðalmyndum kynjanna og hrelliklámi. Hún birtist í hreinskilinni umræðu um kynbundið ofbeldi, sem hefur náð nýjum hæðum á Beauty tips upp á síðkastið. Það gleður að sjá nýjar kynslóðir berjast, en það er sorgleg áminning um hversu hægar framfarirnar eru þegar enn ein kynslóð ungra kvenna telur sig knúna til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Það er líka áminning um að barátta fyrir réttindum er stöðug, því annars blasir við kyrrstaða eða afturför. Dæmi um það er stytting fæðingarorlofsins og baráttan við kynbundinn launamun. Amma mín var lausaleiksbarn einstæðrar móður, fæddrar í blóðskömm í vistarbandi. Saga hennar og langömmu minnar minnir á að Ísland er ekki bara kynskipt land heldur líka stéttskipt. Betur menntaðar og betur stæðar konur leiddu baráttuna fyrir kosningaréttinum og fátækir karlar fengu kosningarétt um leið og konur. Á bænaskjölum þúsunda kvenna um kosningarétt er nöfn vinnukvenna og niðursetninga hvergi að finna. Það er því engin tilviljun að stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Hún varð til sem svar við kosningarétti fjöldans. Tilgangur hennar hefur frá upphafi verið að veita þeim afl sem áttu hvorki rödd né völd. Við fylgjum nú femínískri hugmyndafræði og við erum stolt af framlagi Kvennalistans til hreyfingar okkar. Á komandi öld verður barátta jafnaðarmanna áfram barátta fyrir fjöldann gegn forréttindum fárra, fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við fögnum í dag aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Bríet Bjarnhéðinsdóttir þakkaði fyrir réttum 100 árum þingmönnunum sem komu að því að breyta stjórnarskránni. Þeir voru auðvitað allir karlar. Það minnir okkur á að það er ekki síður hlutverk karla en kvenna að koma jafnrétti á. Að karlar sameinist gegn ofbeldi gegn konum. Að karlar hætti að mismuna konum á vinnustöðum. Að karlar axli jafnan hlut af heimilishaldi á við konur. Að karlar starfi við hlið kvenna í baráttunni fyrir auknu frelsi og auknum völdum kvenna. Í dag verðum við vitni að nýrri bylgju femínisma. Hún birtist í brjóstabyltingu, til að brjótast út úr staðalmyndum kynjanna og hrelliklámi. Hún birtist í hreinskilinni umræðu um kynbundið ofbeldi, sem hefur náð nýjum hæðum á Beauty tips upp á síðkastið. Það gleður að sjá nýjar kynslóðir berjast, en það er sorgleg áminning um hversu hægar framfarirnar eru þegar enn ein kynslóð ungra kvenna telur sig knúna til að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum. Það er líka áminning um að barátta fyrir réttindum er stöðug, því annars blasir við kyrrstaða eða afturför. Dæmi um það er stytting fæðingarorlofsins og baráttan við kynbundinn launamun. Amma mín var lausaleiksbarn einstæðrar móður, fæddrar í blóðskömm í vistarbandi. Saga hennar og langömmu minnar minnir á að Ísland er ekki bara kynskipt land heldur líka stéttskipt. Betur menntaðar og betur stæðar konur leiddu baráttuna fyrir kosningaréttinum og fátækir karlar fengu kosningarétt um leið og konur. Á bænaskjölum þúsunda kvenna um kosningarétt er nöfn vinnukvenna og niðursetninga hvergi að finna. Það er því engin tilviljun að stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Hún varð til sem svar við kosningarétti fjöldans. Tilgangur hennar hefur frá upphafi verið að veita þeim afl sem áttu hvorki rödd né völd. Við fylgjum nú femínískri hugmyndafræði og við erum stolt af framlagi Kvennalistans til hreyfingar okkar. Á komandi öld verður barátta jafnaðarmanna áfram barátta fyrir fjöldann gegn forréttindum fárra, fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun