Haltu kjafti, heyrnarlaus Magnús Guðmundsson skrifar 22. júní 2015 07:00 Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Skoðun Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun