Verðlaunaknapi féll aftur á lyfjaprófi Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2015 07:00 Þorvaldur Árni féll tvisvar á lyfjaprófi á rúmu einu ári. Mynd/Hestafréttir Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra. Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Verðlaunaknapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst í maí, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem Þorvaldur fellur á lyfjaprófi, en hann var úrskurðaður í keppnisbann á síðasta ári þegar amfetamín fannst í lífsýni hans 6. mars. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið í gær að Þorvaldur Árni hefði fallið, en sagði hann hafa verið tekinn í lyfjapróf í maí. „Niðurstaðan í þessu máli liggur fyrir fyrir helgi og þá verða næstu skref ákveðin,“ sagði Skúli við Fréttablaðið. Blaðamaður hafði samband við Þorvald Árna sem vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.Amfetamín fannst í lífsýni knapans í fyrra og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um sama eða sambærilegt efni að ræða að þessu sinni. Þorvaldur Árni slapp með skrekkinn í fyrra þegar hann var aðeins úrskurðaður í þriggja mánaða keppnisbann. Það bann var svo stytt niður í einn mánuð af áfrýjunardómstóli ÍSÍ sem mörgum þótti furðulegt. Banninu lauk daginn fyrir Landsmót hestamanna í fyrra, stærsta hestamót ársins. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ sagði Skúli Skúlason við Vísi í fyrra, en formaður lyfjaráðs var þá uggandi yfir stuttu banni knapans. Sjálfum þótti Þorvaldi þriggja mánaða refsingin hörð og áfrýjaði því til áfrýjunardómstólsins. Fordæmi eru fyrir tveggja ára banni vegna fíkniefnanotkunar. „Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur,“ sagði Þorvaldur Árni Þorvaldsson í yfirlýsingu sem hann gaf út í júní í fyrra.
Aðrar íþróttir Hestar Tengdar fréttir Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40 Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Tengdasonurinn fær bikarinn Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín. 24. júní 2014 14:40
Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapi, iðrast mjög að hafa brotið lög ÍSÍ um ólöglega lyfjanotkun. 20. júní 2014 14:06