Markmið leiðréttingarinnar náðust að fullu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána sést svart á hvítu hversu vel hefur tekist til við leiðréttinguna. Hvert orð sem sagt var um leiðréttinguna hefur staðið eins og stafur á bók. Hvert skref var í samræmi við áætlun. Ástæða er til að þakka þeim stóra hópi sem gerði þetta verkefni að veruleika. Leiðréttingin kemur til af forsendubresti og varð að helsta kosningamáli alþingiskosninga árið 2013 eins og flestir muna. Þeir sem urðu fyrir tjóni vegna ófyrirséðrar hækkunar á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána fá tjónið bætt, óháð „stétt eða stöðu“. Fyrir þessari aðgerð eru 1) réttlætisrök – almenningur varð fyrir forsendubresti og sértækar aðgerðir skiluðu takmörkuðum árangri, 2) jafnræðisrök – lánaform á ekki að ákvarða örlög heimila, 3) sanngirnisrök – tjón almennings af bankahruninu var verulegt og 4) efnahagsleg rök – há skuldsetning heimila dregur úr krafti efnahagslífsins. Leiðréttingin byggir á samspili beinnar niðurfærslu höfuðstóls og skattleysis séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Þeir sem nýta báða liði leiðréttingarinnar geta lækkað húsnæðisskuldir sínar um rúmlega 20%. Leiðréttingin leiðir einnig til tekjujöfnuðar enda kemur hún hlutfallslega langbest út fyrir þá tekjulægri. Hún líkist mest krónutöluhækkunum í kjarasamningum. Leiðrétting þeirra 10% sem lægstar hafa tekjurnar nemur rúmlega 60% af árstekjum þeirra en um 8% hjá þeim 10% sem hæstar hafa tekjurnar. Dreifing leiðréttingarinnar eftir tekjum er til muna jafnari en dreifing fyrri úrræða, svo sem 110% leiðarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, hvort heldur þeir tjá sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins, eiga erfitt með að sætta sig við velheppnaða leiðréttingu. Tveir hinna herskárri skrifa um málið á síðunni í gær. Stjórnarandstöðudálkurinn „Frá degi til dags“ heldur fram þeim hreinu ósannindum að leiðréttingin renni að mestu til hátekjufólks (raunin er þveröfug -ólíkt 110% leiðinni) og í leiðara er fullyrt að fjármagn til leiðréttingarinnar hafi ekki verið sótt til kröfuhafa eins og lofað hafði verið. Hvernig menn geta fengið þetta út er mér hulin ráðgáta. Bankaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja var lagður á til að brúa það bil í tíma sem yrði á milli lausnar á vanda þjóðarbúsins vegna slitabúa bankanna og leiðréttingarinnar. Nú liggur hins vegar fyrir að svigrúmið, sem margir töldu fyrir kosningar að væru sjónhverfingar einar, er meira en fyrirheit voru gefin um fyrir kosningar. Það liggur líka fyrir að það var miklu meira en nóg til að standa undir lækkun skulda heimilanna, rétt eins og lofað var fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána sést svart á hvítu hversu vel hefur tekist til við leiðréttinguna. Hvert orð sem sagt var um leiðréttinguna hefur staðið eins og stafur á bók. Hvert skref var í samræmi við áætlun. Ástæða er til að þakka þeim stóra hópi sem gerði þetta verkefni að veruleika. Leiðréttingin kemur til af forsendubresti og varð að helsta kosningamáli alþingiskosninga árið 2013 eins og flestir muna. Þeir sem urðu fyrir tjóni vegna ófyrirséðrar hækkunar á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána fá tjónið bætt, óháð „stétt eða stöðu“. Fyrir þessari aðgerð eru 1) réttlætisrök – almenningur varð fyrir forsendubresti og sértækar aðgerðir skiluðu takmörkuðum árangri, 2) jafnræðisrök – lánaform á ekki að ákvarða örlög heimila, 3) sanngirnisrök – tjón almennings af bankahruninu var verulegt og 4) efnahagsleg rök – há skuldsetning heimila dregur úr krafti efnahagslífsins. Leiðréttingin byggir á samspili beinnar niðurfærslu höfuðstóls og skattleysis séreignarsparnaðar til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Þeir sem nýta báða liði leiðréttingarinnar geta lækkað húsnæðisskuldir sínar um rúmlega 20%. Leiðréttingin leiðir einnig til tekjujöfnuðar enda kemur hún hlutfallslega langbest út fyrir þá tekjulægri. Hún líkist mest krónutöluhækkunum í kjarasamningum. Leiðrétting þeirra 10% sem lægstar hafa tekjurnar nemur rúmlega 60% af árstekjum þeirra en um 8% hjá þeim 10% sem hæstar hafa tekjurnar. Dreifing leiðréttingarinnar eftir tekjum er til muna jafnari en dreifing fyrri úrræða, svo sem 110% leiðarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna, hvort heldur þeir tjá sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins, eiga erfitt með að sætta sig við velheppnaða leiðréttingu. Tveir hinna herskárri skrifa um málið á síðunni í gær. Stjórnarandstöðudálkurinn „Frá degi til dags“ heldur fram þeim hreinu ósannindum að leiðréttingin renni að mestu til hátekjufólks (raunin er þveröfug -ólíkt 110% leiðinni) og í leiðara er fullyrt að fjármagn til leiðréttingarinnar hafi ekki verið sótt til kröfuhafa eins og lofað hafði verið. Hvernig menn geta fengið þetta út er mér hulin ráðgáta. Bankaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja var lagður á til að brúa það bil í tíma sem yrði á milli lausnar á vanda þjóðarbúsins vegna slitabúa bankanna og leiðréttingarinnar. Nú liggur hins vegar fyrir að svigrúmið, sem margir töldu fyrir kosningar að væru sjónhverfingar einar, er meira en fyrirheit voru gefin um fyrir kosningar. Það liggur líka fyrir að það var miklu meira en nóg til að standa undir lækkun skulda heimilanna, rétt eins og lofað var fyrir kosningar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun