Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2015 08:00 Yanis Varoufakis yfirgaf gríska fjármálaráðuneytið eftir afsögn sína í gær á mótorhjóli með eiginkonu sinni Danae Stratou. Nordichpotos/AFP Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna. Grikkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Grísk stjórnvöld munu leggja til að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um 30 prósent á neyðarfundi leiðtoga evruríkjanna í dag. Þetta sagði Giorgos Stathakis, efnahagsmálaráðherra Grikklands, við BBC í gær. Tillagan er sögð í samræmi við skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gaf út í síðustu viku þar sem fram kom að skuldahlutfall gríska ríkisins væri orðið ósjálfbært. Lána þyrfti Grikkjum 60 milljarða evra til viðbótar á næstu árum. Skuldir gríska ríkisins eru yfir 310 milljarðar evra eða sem nemur um 177 prósentum af landsframleiðslu. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sagði að stofnunin væri tilbúin að veita Grikkjum hjálp óskuðu þeir þess. Skiptar skoðanir eru á meðal evruríkjanna um skuldaniðurfellingu Grikkja. Þjóðverjar, sem lánað hafa Grikkjum mest allra evruþjóða, hafa talað gegn skuldaniðurfellingu. Skuldalækkun kemur ekki til álita af okkar hálfu,“ hefur AP eftir Martin Jaeger, talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins. Jaeger sagði að ekki væri ástæða til að breyta þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið þrátt fyrir skýrslu AGS. Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands og efnahagsmálaráðherra, sagði að skuldaniðurfelling fyrir Grikki gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar skuldsettar evruþjóðir. Grískir bankar verða áfram lokaðir næstu daga en stefnt hafði verið að því að opna þá í dag eftir ríflega vikulokun. Lausafé gríska bankakerfisins klárast á næstu dögum fáist ekki frekari neyðarlán frá Evrópska seðlabankanum. Grikkir munu fara fram á að neyðarlán verði veitt á ný á meðan viðræður við lánardrottna standa yfir. Framtíð Grikkja innan evrunnar mun velta á niðurstöðu samningaviðræðna næstu daga. Hagfræðingurinn litríki Yanis Varoufakis sagði óvænt af sér sem fjármálaráðherra Grikklands í gær. Í færslu á bloggsíðu sinni sagði Varoufakis að þar sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefði sagt honum að brotthvarf hans gæti liðkað fyrir samningaviðræðum við hinar evruþjóðirnar hefði hann ákveðið að láta af embætti. Annar hagfræðingur, Euclid Tsakalotos, mun taka við embættinu en hann hefur fram til þessa leitt samninganefnd grískra stjórnvalda í viðræðum við evruríkin. Tsakalotos mun vera mun betur liðinn en Varoufakis meðal fulltrúa evruþjóðanna.
Grikkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira