Grátandi ferðafólki bjargað af skálavörðum á hálendinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2015 08:45 Snjómagnið í Hrafntinnuskeri er svipað núna og á þessari mynd sem tekin er að vetri. Snjórinn er hins vegar farinn að bráðna. MYND/GUÐMUNDUR JÓNSSON Fjölmörg dæmi eru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðanar og hræðslu. Sumir hafa verið svo illa á sig komnir að skálaverðir hafa þurft að koma á móti þeim og bera þá inn í skála. „Skálaverðir Ferðafélags Íslands, og þá einkum skálaverðir í Hrafntinnuskeri, hafa unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hafa bæði farið á móti vanbúnum og hræddum ferðamönnum og á eftir þeim og borið þá upp í skála. Þeir hafa tekið á móti grátandi ferðamönnum sem hafa alls ekki verið búnir til göngu í snjó og krapa. Skálaverðirnir hafa staðið sig ótrúlega vel í þessum krefjandi aðstæðum,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Dæmi um þessi tilvik séu fjölmörg.„Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll leggur áherslu á að ferðaþjónustuaðilar sem selja erlendum ferðamönnum bæði göngu- og rútuferðir inn á hálendið í júní og langt fram á haust þurfi að horfast í augu við staðreyndir. „Undanfarin 20 ár hefur hálendið að meðaltali verið opið í júlí og ágúst. Það hefur tekist vel að markaðssetja Ísland en það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem ráða á hálendinu. Menn verða að sýna ábyrgð og upplýsa ferðamenn um þær aðstæður sem þeir geta lent í ef þeir eru svona snemma eða seint á ferðinni.“ Að sögn Páls eru margir erlendu ferðamannanna sem leggja af stað í göngu yfir hálendið í hlífðarfatnaði sem heldur hvorki vatni né vindi. Sumir eru með lítið nesti og ónýtt tjald.Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km.Loftmyndir„Þeir kaupa ferð inn á hálendið en átta sig engan veginn á íslenskum aðstæðum. Hitinn getur farið niður undir frostmark. Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta. Það er þá skylda skálavarða og sýn þeirra til fólks á fjöllum að veita aðstoð,“ segir Páll. Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km. „Það er óhemjumikill snjór núna í Hrafntinnuskeri en minni við Álftavatn. Nú er að vísu að komast hefðbundið ástand á leiðina. Ég held samt að ég geti sagt að það verði snjór fram í ágúst í Hrafntinnuskeri en ef menn eru í góðum búnaði er hægt að ganga í snjó á fjöllum,“ segir Páll Guðmundsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að illa búnir og hraktir ferðamenn á eigin vegum hafi brostið í grát á hálendinu að undanförnu vegna vanlíðanar og hræðslu. Sumir hafa verið svo illa á sig komnir að skálaverðir hafa þurft að koma á móti þeim og bera þá inn í skála. „Skálaverðir Ferðafélags Íslands, og þá einkum skálaverðir í Hrafntinnuskeri, hafa unnið björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur. Þeir hafa bæði farið á móti vanbúnum og hræddum ferðamönnum og á eftir þeim og borið þá upp í skála. Þeir hafa tekið á móti grátandi ferðamönnum sem hafa alls ekki verið búnir til göngu í snjó og krapa. Skálaverðirnir hafa staðið sig ótrúlega vel í þessum krefjandi aðstæðum,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Dæmi um þessi tilvik séu fjölmörg.„Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll leggur áherslu á að ferðaþjónustuaðilar sem selja erlendum ferðamönnum bæði göngu- og rútuferðir inn á hálendið í júní og langt fram á haust þurfi að horfast í augu við staðreyndir. „Undanfarin 20 ár hefur hálendið að meðaltali verið opið í júlí og ágúst. Það hefur tekist vel að markaðssetja Ísland en það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem ráða á hálendinu. Menn verða að sýna ábyrgð og upplýsa ferðamenn um þær aðstæður sem þeir geta lent í ef þeir eru svona snemma eða seint á ferðinni.“ Að sögn Páls eru margir erlendu ferðamannanna sem leggja af stað í göngu yfir hálendið í hlífðarfatnaði sem heldur hvorki vatni né vindi. Sumir eru með lítið nesti og ónýtt tjald.Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km.Loftmyndir„Þeir kaupa ferð inn á hálendið en átta sig engan veginn á íslenskum aðstæðum. Hitinn getur farið niður undir frostmark. Verði menn blautir, kaldir og hraktir verða þeir hræddir og fara að gráta. Það er þá skylda skálavarða og sýn þeirra til fólks á fjöllum að veita aðstoð,“ segir Páll. Gangan úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker er um 15 km og yfir í Álftavatn eru 26 km. „Það er óhemjumikill snjór núna í Hrafntinnuskeri en minni við Álftavatn. Nú er að vísu að komast hefðbundið ástand á leiðina. Ég held samt að ég geti sagt að það verði snjór fram í ágúst í Hrafntinnuskeri en ef menn eru í góðum búnaði er hægt að ganga í snjó á fjöllum,“ segir Páll Guðmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira