Skattgreiðendur eiga ekki að borga hraðlest til Keflavíkur Kjartan Magnússon skrifar 15. júlí 2015 10:30 Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum. Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Kjartan Magnússon Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum. Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun