Stöðugleikaskilyrði eða skattur Einar Hugi Bjarnason skrifar 16. júlí 2015 09:00 Stærsti hluti aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar um losun fjármagnshafta tekur til slitabúa föllnu bankanna en heildarumfangið í þeim þætti málsins einum er um 900 milljarðar króna. Í kynningu á áætluninni vakti sérstaka athygli að fram kom að stærstu kröfuhafar slitabúanna hafi þegar lýst því yfir að þeir vilji ganga að svonefndum stöðugleikaskilyrðum. Þetta eru stórtíðindi og mikið fagnaðarefni að nú hilli loks undir lok fjármagnshaftanna.Trúverðug aðgerðaáætlun Að mínu mati er ein meginástæða þess að málin þróuðust með þessum jákvæða hætti sú hversu skýr, gagnsæ og ófrávíkjanleg áætlun stjórnvalda varðandi slitabúin er í raun. Kröfuhafar gerðu sér grein fyrir að öll framvinda málsins var á forræði stjórnvalda sem settu fram tvo skýra valkosti; ófrávíkjanleg stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskatt – gulrót eða kylfu eins og einhverjir hafa kosið að nefna þessa kosti. Klókindin felast svo í fyrirsjáanleikanum varðandi framhald málsins. Ef ekki verður búið að ljúka nauðasamningum, sem rúmast innan stöðugleikaskilyrða, í árslok 2015 leggst 39% stöðugleikaskattur á heildareignir slitabúa. Um þetta verður ekki samið og enginn afsláttur gefinn. Trúverðug áætlun sem er þessum kostum búin var forsenda þess að mögulegt væri að leysa vanda slitabúanna með skilvirkum hætti.Vandað frumvarp til laga um stöðugleikaskatt Eftir að hafa kynnt mér frumvarp til laga um stöðugleikaskatt kemur ekki á óvart að stór hluti kröfuhafa hafi lýst yfir vilja sínum til að semja við stjórnvöld. Mjög hefur verið vandað til verka við smíði frumvarpsins og hugað hefur verið að þeim grundvallaratriðum að skatturinn sé lagður á eftir almennum efnislegum mælikvarða, jafnræðis sé gætt og skattþegnum sé ekki mismunað. Fleiri atriði skipta máli við mat á stjórnskipulegu gildi skattlagningar. Þannig varðar miklu hvert sé markmið viðkomandi lagasetningar, hvers eðlis skattur er og við hvaða aðstæður lög eru sett. Það eru einmitt þessi atriði sem eru helstu styrkleikar frumvarpsins um stöðugleikaskatt. Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er markmið þess að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Tilgangur skattsins er þannig ekki sá að afla ríkissjóði tekna til þess að standa undir útgjöldum heldur að draga umtalsvert úr áhættunni sem felst í slitum búanna og treysta þannig efnahagslegan stöðugleika.Fordæmalausar aðstæður Ef til þess kemur að stöðugleikaskattur verður lagður á og deilt verður um stjórnskipulegt gildi hans fyrir dómi er ég þeirrar skoðunar að dómur Hæstaréttar 10. apríl 2014 í máli nr. 726/2013, þar sem deilt var um álagningu svokallaðs auðlegðarskatts, sé mikilvægt fordæmi sem vafalaust verður horft til við matið. Í dóminum nefnir Hæstiréttur sérstaklega, til stuðnings niðurstöðu um lögmæti auðlegðarskattsins, að hann hafi fyrst verið leiddur í lög í lok árs 2009 en á þeim tíma hafi verið „við að etja einstæðan vanda í ríkisfjármálum“. Þau sjónarmið og röksemdir sem Hæstiréttur reifar í Auðlegðarskatts-málinu eiga ekki síður við varðandi álagningu stöðugleikaskatts þar sem um er að tefla fordæmalausan vanda þar sem í húfi er efnahagsleg velferð þjóðarinnar. Það voru hin föllnu fjármálafyrirtæki sem að verulegu leyti sköpuðu þann „einstæða vanda“ sem þjóðin stendur frammi fyrir. Sá vandi snertir greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og er ástæða þess að hér hafa verið fjármagnshöft frá árinu 2008. Á sama tíma hafa slitabúin fengið rými, í skjóli haftanna og með umfangsmiklum undanþágum, til að hámarka endurheimtur eigna sinna. Þegar svo háttar til er ekki óeðlilegt að slitabúin, þar sem núverandi kröfuhafar keyptu flestir kröfurnar á hrakvirði, greiði skatt til að mæta greiðslujafnaðarvandanum. Með því móti er efnahagslegur stöðugleiki varðveittur.Ólíklegt að stöðugleikaskattur verði lagður á eignir slitabúa Þó að sennilegast sé að stöðugleikaskattur verði ekki lagður á slitabúin er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið. Fram undan er langt ferli sem ekki sér fyrir endann á. Þannig liggur t.a.m. fyrir að aðeins hluti af kröfuhöfum slitabúanna standa að baki yfirlýsingunum en ekki slitastjórnirnar sjálfar og enn á eftir að leggja tillögurnar fyrir kröfuhafafundi til samþykktar eða synjunar. Þó að ég sé vissulega þeirrar skoðunar að heppilegt sé að fara nauðasamningsleiðina þá er ástæðulaust að óttast ef mál þróast á annan veg. Mun þá koma til álagningar stöðugleikaskattsins sem skila mun ríkissjóði 850 milljarða króna tekjum og þannig nást markmið skattlagningarinnar um að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Í framhaldinu munu slitabúin vafalaust láta reyna á lögmæti skattsins fyrir dómi. Ef til þess kemur kvíði ég ekki niðurstöðunni. Þó að stöðugleikaskatturinn sé vissulega óvenjulegur skattur er engin krafa um það gerð að skattlagning þurfi að vera hefðbundin ef hún uppfyllir að öðru leyti þau grundvallaratriði sem nefnd voru hér að framan um jafnræði og málefnaleg sjónarmið. Staðreyndin er sú að Hæstiréttur hefur játað löggjafanum verulegt svigrúm til álagningar skatta og raunar svo víðtækt að aðeins í tvö skipti á öllum lýðveldistímanum hefur rétturinn komist að þeirri niðurstöðu að skattlagning hafi gengið gegn stjórnarskrá. Að mínum dómi hvílir álagning stöðugleikaskattsins á traustum lagagrunni og ekki er efni til annars en að stöðugleikaskatturinn verði metinn stjórnskipulega gildur ef á hann yrði látið reyna fyrir dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stærsti hluti aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar um losun fjármagnshafta tekur til slitabúa föllnu bankanna en heildarumfangið í þeim þætti málsins einum er um 900 milljarðar króna. Í kynningu á áætluninni vakti sérstaka athygli að fram kom að stærstu kröfuhafar slitabúanna hafi þegar lýst því yfir að þeir vilji ganga að svonefndum stöðugleikaskilyrðum. Þetta eru stórtíðindi og mikið fagnaðarefni að nú hilli loks undir lok fjármagnshaftanna.Trúverðug aðgerðaáætlun Að mínu mati er ein meginástæða þess að málin þróuðust með þessum jákvæða hætti sú hversu skýr, gagnsæ og ófrávíkjanleg áætlun stjórnvalda varðandi slitabúin er í raun. Kröfuhafar gerðu sér grein fyrir að öll framvinda málsins var á forræði stjórnvalda sem settu fram tvo skýra valkosti; ófrávíkjanleg stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskatt – gulrót eða kylfu eins og einhverjir hafa kosið að nefna þessa kosti. Klókindin felast svo í fyrirsjáanleikanum varðandi framhald málsins. Ef ekki verður búið að ljúka nauðasamningum, sem rúmast innan stöðugleikaskilyrða, í árslok 2015 leggst 39% stöðugleikaskattur á heildareignir slitabúa. Um þetta verður ekki samið og enginn afsláttur gefinn. Trúverðug áætlun sem er þessum kostum búin var forsenda þess að mögulegt væri að leysa vanda slitabúanna með skilvirkum hætti.Vandað frumvarp til laga um stöðugleikaskatt Eftir að hafa kynnt mér frumvarp til laga um stöðugleikaskatt kemur ekki á óvart að stór hluti kröfuhafa hafi lýst yfir vilja sínum til að semja við stjórnvöld. Mjög hefur verið vandað til verka við smíði frumvarpsins og hugað hefur verið að þeim grundvallaratriðum að skatturinn sé lagður á eftir almennum efnislegum mælikvarða, jafnræðis sé gætt og skattþegnum sé ekki mismunað. Fleiri atriði skipta máli við mat á stjórnskipulegu gildi skattlagningar. Þannig varðar miklu hvert sé markmið viðkomandi lagasetningar, hvers eðlis skattur er og við hvaða aðstæður lög eru sett. Það eru einmitt þessi atriði sem eru helstu styrkleikar frumvarpsins um stöðugleikaskatt. Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er markmið þess að stuðla að losun fjármagnshafta með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Tilgangur skattsins er þannig ekki sá að afla ríkissjóði tekna til þess að standa undir útgjöldum heldur að draga umtalsvert úr áhættunni sem felst í slitum búanna og treysta þannig efnahagslegan stöðugleika.Fordæmalausar aðstæður Ef til þess kemur að stöðugleikaskattur verður lagður á og deilt verður um stjórnskipulegt gildi hans fyrir dómi er ég þeirrar skoðunar að dómur Hæstaréttar 10. apríl 2014 í máli nr. 726/2013, þar sem deilt var um álagningu svokallaðs auðlegðarskatts, sé mikilvægt fordæmi sem vafalaust verður horft til við matið. Í dóminum nefnir Hæstiréttur sérstaklega, til stuðnings niðurstöðu um lögmæti auðlegðarskattsins, að hann hafi fyrst verið leiddur í lög í lok árs 2009 en á þeim tíma hafi verið „við að etja einstæðan vanda í ríkisfjármálum“. Þau sjónarmið og röksemdir sem Hæstiréttur reifar í Auðlegðarskatts-málinu eiga ekki síður við varðandi álagningu stöðugleikaskatts þar sem um er að tefla fordæmalausan vanda þar sem í húfi er efnahagsleg velferð þjóðarinnar. Það voru hin föllnu fjármálafyrirtæki sem að verulegu leyti sköpuðu þann „einstæða vanda“ sem þjóðin stendur frammi fyrir. Sá vandi snertir greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og er ástæða þess að hér hafa verið fjármagnshöft frá árinu 2008. Á sama tíma hafa slitabúin fengið rými, í skjóli haftanna og með umfangsmiklum undanþágum, til að hámarka endurheimtur eigna sinna. Þegar svo háttar til er ekki óeðlilegt að slitabúin, þar sem núverandi kröfuhafar keyptu flestir kröfurnar á hrakvirði, greiði skatt til að mæta greiðslujafnaðarvandanum. Með því móti er efnahagslegur stöðugleiki varðveittur.Ólíklegt að stöðugleikaskattur verði lagður á eignir slitabúa Þó að sennilegast sé að stöðugleikaskattur verði ekki lagður á slitabúin er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið. Fram undan er langt ferli sem ekki sér fyrir endann á. Þannig liggur t.a.m. fyrir að aðeins hluti af kröfuhöfum slitabúanna standa að baki yfirlýsingunum en ekki slitastjórnirnar sjálfar og enn á eftir að leggja tillögurnar fyrir kröfuhafafundi til samþykktar eða synjunar. Þó að ég sé vissulega þeirrar skoðunar að heppilegt sé að fara nauðasamningsleiðina þá er ástæðulaust að óttast ef mál þróast á annan veg. Mun þá koma til álagningar stöðugleikaskattsins sem skila mun ríkissjóði 850 milljarða króna tekjum og þannig nást markmið skattlagningarinnar um að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Í framhaldinu munu slitabúin vafalaust láta reyna á lögmæti skattsins fyrir dómi. Ef til þess kemur kvíði ég ekki niðurstöðunni. Þó að stöðugleikaskatturinn sé vissulega óvenjulegur skattur er engin krafa um það gerð að skattlagning þurfi að vera hefðbundin ef hún uppfyllir að öðru leyti þau grundvallaratriði sem nefnd voru hér að framan um jafnræði og málefnaleg sjónarmið. Staðreyndin er sú að Hæstiréttur hefur játað löggjafanum verulegt svigrúm til álagningar skatta og raunar svo víðtækt að aðeins í tvö skipti á öllum lýðveldistímanum hefur rétturinn komist að þeirri niðurstöðu að skattlagning hafi gengið gegn stjórnarskrá. Að mínum dómi hvílir álagning stöðugleikaskattsins á traustum lagagrunni og ekki er efni til annars en að stöðugleikaskatturinn verði metinn stjórnskipulega gildur ef á hann yrði látið reyna fyrir dómi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar