Vigdís Hauksdóttir vill byggja upp fyrir ferðamenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Leiðsögumenn hafa kvartað undan því að það vanti salernisaðstöðu á vinsælustu ferðamannastöðunum. vísir/pjetur „Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæðust afsökunar á ástandi mála í salernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferðamannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferðaþjónustunni. Þannig verði virðisaukaskattur á ferðaþjónustutengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svipað stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörðun um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki forsendubrestur hjá ferðaþjónustuaðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera talsmaður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæðum augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitthvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbyggingu þeirra staða þar sem þörfin er mest.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00
Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. 17. júlí 2015 19:17