Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Árni Páll Árnason skrifar 23. júlí 2015 07:00 Staða mála í Grikklandi og á evrusvæðinu hefur mjög verið í fréttum undanfarna daga, vikur og ár. Mér þykir sú umræða hafa verið um of einhæf og ráðist af þeim sjónarhóli sem hver og einn kýs að standa á. Það er óþarfi og skaðar skilning okkar á þessum miklu atburðum. Að mínu viti er staða Grikklands og togstreita um ríkisskuldir á alþjóðavettvangi til vitnis um að efnahagskerfi Vesturlanda er komið að endimörkum þess sem samfélög byggð á lýðræði og félagslegu réttlæti geta þolað, þegar reynir á mörk fjármagns og almannaréttar. Þetta á við jafnt á alþjóðlegum vettvangi og innanlands – jafnt á Grikklandi og Íslandi. Og jafnvel við Íslendingar sem nú berum okkur borginmannlega höfum þurft að beygja okkur undir ofurvald hins alþjóðlega fjármálakerfis og stjórnarskrárvarið og venjuhelgað ofbeldi eiganda peningakröfu á hendur þeim sem á að greiða. Skuld á ekki alltaf að gjalda. Um þetta allt langar mig að fjalla í nokkrum greinum. Eitt er mikilvægt að taka fram í upphafi: Vandi Grikklands og Evrusvæðisins er vissulega mikill og margþættur, en hann stafar á engan hátt af aðild Grikklands að ESB. Sumir ganga svo langt að telja vandann dauðadóm yfir evrópskri samvinnu og að í honum felist áfellisdómur yfir þeim hér á landi sem horft hafa til aðildar að Evrópusambandinu sem kosts fyrir íslenska þjóð. Fátt er fjær sanni. Aðild að ESB hefur fært Grikkjum fjölmörg tækifæri, rétt eins og við Íslendingar höfum notið ríkulega af aðild að Evrópusamrunanum í gegnum EES-samninginn. Opnun hagkerfisins með slíkri aðild skapar tækifæri til vaxtar og aðstæður skapast til að auka samkeppni í öllum atvinnugreinum. Árangur ríkja af alþjóðasamvinnu á efnahagssviðinu ræðst svo almennt af því hvernig þessi tækifæri eru nýtt.Kostir við sameiginlegan gjaldmiðil Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. Ástæðan er marggreind og margrædd: Kostnaður heimila og atvinnulífs af óstöðugleika íslenskrar krónu og skortur á utanaðkomandi aga um hagstjórn hér á landi. Launafólk á Íslandi býr við fullkomna óvissu um raunvirði launa sinna og er algerlega berskjaldað fyrir áhrifum frjálsra fjármagnsflutninga á verðmæti vinnu sinnar. Einungis haftabúskapur eins og sá sem nú stendur yfir, með undanþágum frá evrópsku regluverki, gerir krónuna þolanlega um stund. Aðild að evrunni takmarkar vissulega möguleika Grikkja á lausnum á núverandi vanda. Þeir geta ekki fellt gengið, komið útflutningsgreinum í skjól og sent heimilunum reikninginn, eins og hér gerðist með gengisfalli krónunnar í hruninu. Þegar lokið er lofsorði á íslenskan efnahagsbata eftir hrun er aldrei fjallað um skuggahlið krónunnar: Gríðarlegur afkomubati útflutningsgreina var greiddur af heimilunum með hærri skuldum heimila og lægri launum. Óviðráðanleg krafa um skuldaleiðréttingu var ein afleiðing þessa og yfirstandandi átök á vinnumarkaði og óstarfhæft heilbrigðiskerfi er önnur. Krónan leiddi með öðrum orðum til pólitískrar og samfélagslegrar upplausnar á Íslandi, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þegar lofræður um íslensku krónuna eru lesnar vekur það athygli að jafnvel nú eftir fimm ára þrautagöngu, er ekkert fylgi meðal grísks almennings við að fara út úr evrunni og fara hina íslensku leið. Almennt er viðurkennt að útganga Grikkja úr evrunni myndi kalla á gríðarlega gengisfellingu. Upptaka drökmu á nýjan leik myndi nefnilega bara gilda um laun almennings, en erlendar skuldir jafnt ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga yrðu áfram í evrum. Almenningur, sem nú þegar er aðkrepptur, þyrfti að þola kaupmáttarskerðingu upp á tugi prósenta ofan á allt annað. Þessa íslensku leið langar engan í Grikklandi að fara. Í umræðunni heyrum við oft að vandi Grikkja sé þeim sjálfum að kenna. Um þá ranghugmynd langar mig að fjalla í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Staða mála í Grikklandi og á evrusvæðinu hefur mjög verið í fréttum undanfarna daga, vikur og ár. Mér þykir sú umræða hafa verið um of einhæf og ráðist af þeim sjónarhóli sem hver og einn kýs að standa á. Það er óþarfi og skaðar skilning okkar á þessum miklu atburðum. Að mínu viti er staða Grikklands og togstreita um ríkisskuldir á alþjóðavettvangi til vitnis um að efnahagskerfi Vesturlanda er komið að endimörkum þess sem samfélög byggð á lýðræði og félagslegu réttlæti geta þolað, þegar reynir á mörk fjármagns og almannaréttar. Þetta á við jafnt á alþjóðlegum vettvangi og innanlands – jafnt á Grikklandi og Íslandi. Og jafnvel við Íslendingar sem nú berum okkur borginmannlega höfum þurft að beygja okkur undir ofurvald hins alþjóðlega fjármálakerfis og stjórnarskrárvarið og venjuhelgað ofbeldi eiganda peningakröfu á hendur þeim sem á að greiða. Skuld á ekki alltaf að gjalda. Um þetta allt langar mig að fjalla í nokkrum greinum. Eitt er mikilvægt að taka fram í upphafi: Vandi Grikklands og Evrusvæðisins er vissulega mikill og margþættur, en hann stafar á engan hátt af aðild Grikklands að ESB. Sumir ganga svo langt að telja vandann dauðadóm yfir evrópskri samvinnu og að í honum felist áfellisdómur yfir þeim hér á landi sem horft hafa til aðildar að Evrópusambandinu sem kosts fyrir íslenska þjóð. Fátt er fjær sanni. Aðild að ESB hefur fært Grikkjum fjölmörg tækifæri, rétt eins og við Íslendingar höfum notið ríkulega af aðild að Evrópusamrunanum í gegnum EES-samninginn. Opnun hagkerfisins með slíkri aðild skapar tækifæri til vaxtar og aðstæður skapast til að auka samkeppni í öllum atvinnugreinum. Árangur ríkja af alþjóðasamvinnu á efnahagssviðinu ræðst svo almennt af því hvernig þessi tækifæri eru nýtt.Kostir við sameiginlegan gjaldmiðil Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. Ástæðan er marggreind og margrædd: Kostnaður heimila og atvinnulífs af óstöðugleika íslenskrar krónu og skortur á utanaðkomandi aga um hagstjórn hér á landi. Launafólk á Íslandi býr við fullkomna óvissu um raunvirði launa sinna og er algerlega berskjaldað fyrir áhrifum frjálsra fjármagnsflutninga á verðmæti vinnu sinnar. Einungis haftabúskapur eins og sá sem nú stendur yfir, með undanþágum frá evrópsku regluverki, gerir krónuna þolanlega um stund. Aðild að evrunni takmarkar vissulega möguleika Grikkja á lausnum á núverandi vanda. Þeir geta ekki fellt gengið, komið útflutningsgreinum í skjól og sent heimilunum reikninginn, eins og hér gerðist með gengisfalli krónunnar í hruninu. Þegar lokið er lofsorði á íslenskan efnahagsbata eftir hrun er aldrei fjallað um skuggahlið krónunnar: Gríðarlegur afkomubati útflutningsgreina var greiddur af heimilunum með hærri skuldum heimila og lægri launum. Óviðráðanleg krafa um skuldaleiðréttingu var ein afleiðing þessa og yfirstandandi átök á vinnumarkaði og óstarfhæft heilbrigðiskerfi er önnur. Krónan leiddi með öðrum orðum til pólitískrar og samfélagslegrar upplausnar á Íslandi, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þegar lofræður um íslensku krónuna eru lesnar vekur það athygli að jafnvel nú eftir fimm ára þrautagöngu, er ekkert fylgi meðal grísks almennings við að fara út úr evrunni og fara hina íslensku leið. Almennt er viðurkennt að útganga Grikkja úr evrunni myndi kalla á gríðarlega gengisfellingu. Upptaka drökmu á nýjan leik myndi nefnilega bara gilda um laun almennings, en erlendar skuldir jafnt ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga yrðu áfram í evrum. Almenningur, sem nú þegar er aðkrepptur, þyrfti að þola kaupmáttarskerðingu upp á tugi prósenta ofan á allt annað. Þessa íslensku leið langar engan í Grikklandi að fara. Í umræðunni heyrum við oft að vandi Grikkja sé þeim sjálfum að kenna. Um þá ranghugmynd langar mig að fjalla í næstu grein.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar