Við köllum eftir breytingu María Rut Kristinsdóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Nú er kominn tími til að rjúfa þögnina. Þögnina sem umlykur kynferðisbrotamál hér á landi. Nú er kominn tími til að kalla eftir breytingum og stuðla að betra samfélagi. Samfélagi þar sem þolendur kynferðisofbeldis geta stigið fram án þess að vera kallaðir lygarar. Samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki dagleg ógn. Samfélagi sem horfist í augu við ofbeldi en lítur ekki fram hjá því. Samfélagi sem tekur ekki opinbera afstöðu með geranda. Samfélagi þar sem börn eru frædd um að beita ekki ofbeldi. Samfélagi sem skilur að frávísun jafngildir ekki sakleysi. Undanfarna mánuði hefur fjöldi fólks stigið fram og skilað skömminni. Skömminni sem alltof oft lendir á herðum þolenda kynferðisofbeldis. Sú skömm á heima hjá gerendum í öllum tilvikum. Það hefur verið styrkjandi að sjá þennan fjölda stíga fram og frelsa sig undan þögguninni, en á sama tíma átakanlegt. Átakanlegt því um er að ræða mörg hundruð manns. Mörg hundruð manns sem hafa burðast með skömm alltof lengi. Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem slíkur fjöldi fólks hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þessu þarf að breyta og það tafarlaust. Með opinni umræðu um kynferðisofbeldi getum við fyrst kafað ofan í málaflokkinn og fundið raunverulegar lausnir á þessu illkynja meini sem hefur fengið að liggja undir feldi í alltof langan tíma. Þess vegna köllum við eftir því að þolendur, aðstandendur, vinir, kunningjar eða hreinlega allir þeir sem eru á móti kynferðisofbeldi rísi upp og kalli eftir breytingum. Í sameiningu getum við breytt samfélaginu til hins betra. Hverju myndir þú vilja breyta? Við skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetjum alla til að láta sig málið varða og birta sitt ákall undir myllumerkinu #drusluákall. Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. Okkar markmið er að stuðla að betra samfélagi þar sem ábyrgð kynferðisglæpa liggur hjá gerendum en ekki þolendum. Í ár verður gangan farin í fimmta sinn og vonumst við til þess að a.m.k. 20 þúsund manns gangi með okkur. Gengið verður frá Hallgrímskirkju á laugardaginn nk. klukkan 14 og eftir það taka við ræðuhöld og tónlistaratriði á Austurvelli. Taktu þátt og kallaðu eftir breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nú er kominn tími til að rjúfa þögnina. Þögnina sem umlykur kynferðisbrotamál hér á landi. Nú er kominn tími til að kalla eftir breytingum og stuðla að betra samfélagi. Samfélagi þar sem þolendur kynferðisofbeldis geta stigið fram án þess að vera kallaðir lygarar. Samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki dagleg ógn. Samfélagi sem horfist í augu við ofbeldi en lítur ekki fram hjá því. Samfélagi sem tekur ekki opinbera afstöðu með geranda. Samfélagi þar sem börn eru frædd um að beita ekki ofbeldi. Samfélagi sem skilur að frávísun jafngildir ekki sakleysi. Undanfarna mánuði hefur fjöldi fólks stigið fram og skilað skömminni. Skömminni sem alltof oft lendir á herðum þolenda kynferðisofbeldis. Sú skömm á heima hjá gerendum í öllum tilvikum. Það hefur verið styrkjandi að sjá þennan fjölda stíga fram og frelsa sig undan þögguninni, en á sama tíma átakanlegt. Átakanlegt því um er að ræða mörg hundruð manns. Mörg hundruð manns sem hafa burðast með skömm alltof lengi. Við viljum ekki búa í samfélagi þar sem slíkur fjöldi fólks hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þessu þarf að breyta og það tafarlaust. Með opinni umræðu um kynferðisofbeldi getum við fyrst kafað ofan í málaflokkinn og fundið raunverulegar lausnir á þessu illkynja meini sem hefur fengið að liggja undir feldi í alltof langan tíma. Þess vegna köllum við eftir því að þolendur, aðstandendur, vinir, kunningjar eða hreinlega allir þeir sem eru á móti kynferðisofbeldi rísi upp og kalli eftir breytingum. Í sameiningu getum við breytt samfélaginu til hins betra. Hverju myndir þú vilja breyta? Við skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetjum alla til að láta sig málið varða og birta sitt ákall undir myllumerkinu #drusluákall. Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. Okkar markmið er að stuðla að betra samfélagi þar sem ábyrgð kynferðisglæpa liggur hjá gerendum en ekki þolendum. Í ár verður gangan farin í fimmta sinn og vonumst við til þess að a.m.k. 20 þúsund manns gangi með okkur. Gengið verður frá Hallgrímskirkju á laugardaginn nk. klukkan 14 og eftir það taka við ræðuhöld og tónlistaratriði á Austurvelli. Taktu þátt og kallaðu eftir breytingu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun