Augu kvenna? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 28. júlí 2015 06:15 Þekktur íslenskur kvikmyndagerðarmaður segir í viðtali við Fréttablaðið 24. júlí að hann vilji láta setja „kynjakvóta“ á úthlutanir fjár úr kvikmyndasjóði. Með þeim hætti vilji hann „auka hlut kvenna í kvikmyndagerð“. Daginn eftir talar blaðið við menntamálaráðherrann sem segir með tungutaki nútímans: „Þetta er hugmynd sem ég er tilbúinn að skoða alvarlega.“ Ekki verður betur séð en þessir menn séu að mæla með því að gert skuli upp á milli umsókna um framlög úr þessum opinbera sjóði á grundvelli kynferðis umsækjenda. Í orðum þeirra felst ráðagerð um að karlmenn sem sækja um skuli ekki njóta sama réttar til framlags og konur. Í 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrár okkar er að finna svofellt ákvæði: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Gaman væri að heyra þessa tvo menn skýra út fyrir okkur hvernig þessar hugmyndir samrýmast ákvæðinu. Þeir hljóta að ráða við það eða hvað? Nema þeir meini ekkert með því sem þeir segja og séu aðeins að reyna að ganga í augu kvenna. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem karlmenn leggja lykkju á leið sína í þeim tilgangi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Þekktur íslenskur kvikmyndagerðarmaður segir í viðtali við Fréttablaðið 24. júlí að hann vilji láta setja „kynjakvóta“ á úthlutanir fjár úr kvikmyndasjóði. Með þeim hætti vilji hann „auka hlut kvenna í kvikmyndagerð“. Daginn eftir talar blaðið við menntamálaráðherrann sem segir með tungutaki nútímans: „Þetta er hugmynd sem ég er tilbúinn að skoða alvarlega.“ Ekki verður betur séð en þessir menn séu að mæla með því að gert skuli upp á milli umsókna um framlög úr þessum opinbera sjóði á grundvelli kynferðis umsækjenda. Í orðum þeirra felst ráðagerð um að karlmenn sem sækja um skuli ekki njóta sama réttar til framlags og konur. Í 2. mgr. 65. gr. stjórnarskrár okkar er að finna svofellt ákvæði: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Gaman væri að heyra þessa tvo menn skýra út fyrir okkur hvernig þessar hugmyndir samrýmast ákvæðinu. Þeir hljóta að ráða við það eða hvað? Nema þeir meini ekkert með því sem þeir segja og séu aðeins að reyna að ganga í augu kvenna. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem karlmenn leggja lykkju á leið sína í þeim tilgangi!
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar