Landsbankinn sem samfélagsbanki Helga Þórðardóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt lögum. Þar með getur fámennur hópur ákveðið að byggja rándýra byggingu fyrir fyrirtæki sem er í eigu almennings að mestu leyti. Ef þessi hópur gerir mistök munu þau lenda á herðum skattgreiðenda. Ef ég skil lögin rétt þá kemur Bankasýslan í veg fyrir aðkomu kjörinna fulltrúa eða almennings á hluthafafundi. Bankastarfsemi virðist vera heilög og ósnertanleg og í raun hafin yfir lög og reglur. Bankar stjórna mun meiru en þjóðkjörnir fulltrúar okkar. Það sást vel þegar þeir fóru á hausinn haustið 2008. Kostnaður mistakanna var lagður á skattgreiðendur, nýir bankar stofnaðir fyrir almannafé og síðan nánast daginn eftir fara þeir að dæla út hagnaði og bónusgreiðslum til æðstu stjórnenda. Þrátt fyrir þessa dýru endurfæðingu á kostnað skattgreiðenda eltast þeir við almenning með nauðungaruppboðum og leggja líf fólks í rúst. Það verður að taka bankastarfsemi til algerrar endurskoðunar. Við verðum að nýta bankastarfsemi almenningi til heilla en ekki öfugt. Það er ekkert sem réttlætir það að bankar mergsjúgi almenning vegna sérstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Hvers vegna eru ekki vextir eða annar kostnaður minnkaður í stað þess að byggja monthús niðri við höfn eða hvers vegna eru peningarnir ekki nýttir í byggingu nýs Landspítala? Ef þjóðin væri spurð væri svarið gefið. Það er orðið tímabært að við stofnum samfélagsbanka eins og Dögun stjórnmálasamtök hafa ítrekað bent á. Hið opinbera ætti hann og mestallur hagnaður færi til þjóðarinnar. Samfélagsbanki er ekki fjárfestingabanki eins og Landsbankinn er í dag heldur bara viðskiptabanki fyrir almenna viðskiptavini. Lög myndu takmarka áhættusækni og setja bankanum siðferðilegar skyldur gagnvart ríki og þjóð. Bankinn gæti boðið lægri vexti og betri kjör. Ef bankanum gengi vel væri hægt að nýta hagnaðinn til að lækka skatta eða til velferðarmála. Við ættum bankann fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbankinn ætlar að reisa sér nýjar höfuðstöðvar hjá Hörpunni. Kostnaðurinn er mikill og ekki að ósekju óttast menn framúrkeyrslu. Það virðist sem bankaráð Landsbankans sé einrátt í þessu máli samkvæmt lögum. Þar með getur fámennur hópur ákveðið að byggja rándýra byggingu fyrir fyrirtæki sem er í eigu almennings að mestu leyti. Ef þessi hópur gerir mistök munu þau lenda á herðum skattgreiðenda. Ef ég skil lögin rétt þá kemur Bankasýslan í veg fyrir aðkomu kjörinna fulltrúa eða almennings á hluthafafundi. Bankastarfsemi virðist vera heilög og ósnertanleg og í raun hafin yfir lög og reglur. Bankar stjórna mun meiru en þjóðkjörnir fulltrúar okkar. Það sást vel þegar þeir fóru á hausinn haustið 2008. Kostnaður mistakanna var lagður á skattgreiðendur, nýir bankar stofnaðir fyrir almannafé og síðan nánast daginn eftir fara þeir að dæla út hagnaði og bónusgreiðslum til æðstu stjórnenda. Þrátt fyrir þessa dýru endurfæðingu á kostnað skattgreiðenda eltast þeir við almenning með nauðungaruppboðum og leggja líf fólks í rúst. Það verður að taka bankastarfsemi til algerrar endurskoðunar. Við verðum að nýta bankastarfsemi almenningi til heilla en ekki öfugt. Það er ekkert sem réttlætir það að bankar mergsjúgi almenning vegna sérstöðu sinnar í þjóðfélaginu. Hvers vegna eru ekki vextir eða annar kostnaður minnkaður í stað þess að byggja monthús niðri við höfn eða hvers vegna eru peningarnir ekki nýttir í byggingu nýs Landspítala? Ef þjóðin væri spurð væri svarið gefið. Það er orðið tímabært að við stofnum samfélagsbanka eins og Dögun stjórnmálasamtök hafa ítrekað bent á. Hið opinbera ætti hann og mestallur hagnaður færi til þjóðarinnar. Samfélagsbanki er ekki fjárfestingabanki eins og Landsbankinn er í dag heldur bara viðskiptabanki fyrir almenna viðskiptavini. Lög myndu takmarka áhættusækni og setja bankanum siðferðilegar skyldur gagnvart ríki og þjóð. Bankinn gæti boðið lægri vexti og betri kjör. Ef bankanum gengi vel væri hægt að nýta hagnaðinn til að lækka skatta eða til velferðarmála. Við ættum bankann fyrir okkur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun