Diguryrðin yfirgnæfðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Donald Trump, lengst til hægri, ásamt Ben Carson og Scott Walker í kappræðunum á fimmtudagskvöld. nordicphotos/AFP Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira