Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 23:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira