Ísland úr NATO! Ögmundur Jónasson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Í júní missti flokkur Erdogans Tyrklandsforseta meirihluta sinn á tyrkneska þinginu. Flokknum sem kennt var um tapið, Lýðræðisfylkingunni, HDP, hefur verið líkt við Syriza í Grikklandi enda bandalag skyldra hópa á vinstri vængnum. Kúrdar eru þarna fyrirferðarmestir. Því er litið svo á að sigur HDP hafi verið sigur Kúrda. Þannig lítur Erdogan forseti líka á málið. Eftir kosningarnar töldu ýmsir fréttaskýrendur að hann myndi fljótlega boða til nýrra þingkosninga og freista þess að koma fylgi HDP undir 10% sem er það hlutfall sem flokkar þurfa í kosningum til að fá fulltrúa á þing. Í kosningunum hafði flokkurinn, flestum að óvörum, fengið yfir 13% fylgi. Enn hefur ekki verið boðað til kosninga. Hins vegar hefur tyrkneski herinn hafið árásir á stöðvar Kúrda innan landamæra Tyrklands sem utan. Allt með blessun frá NATO sem efndi til fundar með öllum aðildarríkjum sínum, að ósk Tyrkja, til að fá stuðning í baráttunni „gegn hryðjuverkum“. Þar er vísað í atburðarás sem hófst 20. júlí með mannskæðri sprengjuárás ISIS-samtakanna í Suruc í austurhluta Tyrklands. Suruc er skammt norður af sýrlensku borginni Kobani, sem við þekkjum orðið vel af fréttum eftir að Kúrdum tókst að hnekkja þar yfirráðum ISIS. Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ungliðasamtökum sem unnu að undirbúningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað ISIS við ódæðið. Lögreglumannanna tveggja hefnir nú tyrkneski herinn með loftárásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli Tyrklands og NATO heitir það að berjast gegn hryðjuverkum. Öllum sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að tyrkneska stjórnin hefur veitt ISIS beinan og óbeinan stuðning. Í seinni tíð eru ISIS sögð ógna hagsmunum NATO-ríkja og tyrkneska stjórnin því litin hornauga fyrir að sýna ekki lit í baráttu gegn þeim. En þá skal tækifærið jafnframt notað til að veikja Kúrda og grafa undan nýlegri velgengni þeirra á hinum lýðræðislega vettvangi. Stórfellt áreiti og ofsóknir alla kosningabaráttuna höfðu ekki dugað til að veikja með Kúrdum friðarviljann hvað sem nú á eftir að gerast. Friðarferlið sem tyrknesk yfirvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður. Eins og að framan er rakið koma viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi ekki á óvart. Og því miður ekki heldur viðbrögð NATO. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Íslands úr NATO bíður afgreiðslu á Alþingi. Enn höfum við verið minnt á hve brýn sú tillaga er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í júní missti flokkur Erdogans Tyrklandsforseta meirihluta sinn á tyrkneska þinginu. Flokknum sem kennt var um tapið, Lýðræðisfylkingunni, HDP, hefur verið líkt við Syriza í Grikklandi enda bandalag skyldra hópa á vinstri vængnum. Kúrdar eru þarna fyrirferðarmestir. Því er litið svo á að sigur HDP hafi verið sigur Kúrda. Þannig lítur Erdogan forseti líka á málið. Eftir kosningarnar töldu ýmsir fréttaskýrendur að hann myndi fljótlega boða til nýrra þingkosninga og freista þess að koma fylgi HDP undir 10% sem er það hlutfall sem flokkar þurfa í kosningum til að fá fulltrúa á þing. Í kosningunum hafði flokkurinn, flestum að óvörum, fengið yfir 13% fylgi. Enn hefur ekki verið boðað til kosninga. Hins vegar hefur tyrkneski herinn hafið árásir á stöðvar Kúrda innan landamæra Tyrklands sem utan. Allt með blessun frá NATO sem efndi til fundar með öllum aðildarríkjum sínum, að ósk Tyrkja, til að fá stuðning í baráttunni „gegn hryðjuverkum“. Þar er vísað í atburðarás sem hófst 20. júlí með mannskæðri sprengjuárás ISIS-samtakanna í Suruc í austurhluta Tyrklands. Suruc er skammt norður af sýrlensku borginni Kobani, sem við þekkjum orðið vel af fréttum eftir að Kúrdum tókst að hnekkja þar yfirráðum ISIS. Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ungliðasamtökum sem unnu að undirbúningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað ISIS við ódæðið. Lögreglumannanna tveggja hefnir nú tyrkneski herinn með loftárásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli Tyrklands og NATO heitir það að berjast gegn hryðjuverkum. Öllum sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að tyrkneska stjórnin hefur veitt ISIS beinan og óbeinan stuðning. Í seinni tíð eru ISIS sögð ógna hagsmunum NATO-ríkja og tyrkneska stjórnin því litin hornauga fyrir að sýna ekki lit í baráttu gegn þeim. En þá skal tækifærið jafnframt notað til að veikja Kúrda og grafa undan nýlegri velgengni þeirra á hinum lýðræðislega vettvangi. Stórfellt áreiti og ofsóknir alla kosningabaráttuna höfðu ekki dugað til að veikja með Kúrdum friðarviljann hvað sem nú á eftir að gerast. Friðarferlið sem tyrknesk yfirvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður. Eins og að framan er rakið koma viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi ekki á óvart. Og því miður ekki heldur viðbrögð NATO. Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Íslands úr NATO bíður afgreiðslu á Alþingi. Enn höfum við verið minnt á hve brýn sú tillaga er.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun