Kings of Leon mæta í einkaþotu til Íslands Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:30 Kings of Leon er ein vinsælasta hljómsveitin í heiminum í dag. Mynd/getty Stórhljómsveitin Kings of Leon spilar í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu tæplega 70 manns koma með henni til landsins til þess að vinna í kringum tónleikana. Nokkrir Íslendingar verða líka að vinna með hljómsveitinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Það er aldrei að vita nema fjölskyldurnar ferðist með þeim, en eiginkona Calebs Followill, aðalsöngvarans, er engin önnur en Lily Aldridge ofurfyrirsæta. Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár. Búist er við að félagarnir komi með einkaflugvél á miðvikudaginn svo að líkur eru á að einhverjir rekist á þá á rölti um Reykjavík. Þeir fara svo af landi brott daginn eftir tónleikana og spila í Búdapest 15. ágúst. Við komuna til landsins krefjast hljómsveitarmeðlimir þess að fá fjóra stóra jeppa með dökkum rúðum til þess að skutla þeim á hótelið.Það er spennandi að sjá hvort að Lily Aldridge komi með eiginmanni sínum að skoða ÍslandMynd/GettyKröfur hljómsveitarinnar um búningsherbergin eru ekki miklar eða óvenjulegar. Herbergin þurfa að vera eins heimilisleg og hægt er með leðursófum, plöntum og ísskápum. Við komu sveitarinnar í búningsherbergin þarf að vera stútfullur ísskápur af bjór, Coca cola, Gatorade, Red bull ásamt guacamole og salsasósu. Þeir biðja einnig um rauðvín, flösku af Absolut vodka, Jameson viskí, margar tegundir af kartöfluflögum, hnetu-M&M, hreinsiklúta og margt fleira. Tækjabúnaður sveitarinnar kom til landsins fyrir helgi með Norrænu á Seyðisfjörð. Mörg tonn af búnaði eru nú á leiðinni til Reykjavíkur í rólegheitunum í þremur vörubílum, en bílstjórarnir skoða sig um á leiðinni og sofa í bílunum. Þegar þeir koma í bæinn verður bílunum lagt fyrir utan Laugardalshöllina og í þeim sofa bílstjórarnir. Tækin munu síðan fara með flugi til Ungverjalands en bílstjórarnir keyra aftur til Seyðisfjarðar með bílana. Eins og margar stjörnur sem koma hingað til lands munu hljómsveitarmeðlimirnir gista á Hilton hótelinu. Talið er að ástæðan fyrir því að Hilton hótelið er vinsælt hjá fræga fólkinu sé góð staðsetning, auðvelt að komast að því og frá, stór og rúmgóð móttaka og svíturnar þar eru með þeim flottustu sem finnast á landinu. Tónleikar Kings of Leon verða á fimmtudaginn og það eru enn til örfáir miðar á tix.is. Þetta verður ein stærsta tónlistarveislan í ár en sveitin er ein sú frægasta í heiminum í dag. Tónlist Tengdar fréttir Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00 Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17 Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
Stórhljómsveitin Kings of Leon spilar í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu tæplega 70 manns koma með henni til landsins til þess að vinna í kringum tónleikana. Nokkrir Íslendingar verða líka að vinna með hljómsveitinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Það er aldrei að vita nema fjölskyldurnar ferðist með þeim, en eiginkona Calebs Followill, aðalsöngvarans, er engin önnur en Lily Aldridge ofurfyrirsæta. Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár. Búist er við að félagarnir komi með einkaflugvél á miðvikudaginn svo að líkur eru á að einhverjir rekist á þá á rölti um Reykjavík. Þeir fara svo af landi brott daginn eftir tónleikana og spila í Búdapest 15. ágúst. Við komuna til landsins krefjast hljómsveitarmeðlimir þess að fá fjóra stóra jeppa með dökkum rúðum til þess að skutla þeim á hótelið.Það er spennandi að sjá hvort að Lily Aldridge komi með eiginmanni sínum að skoða ÍslandMynd/GettyKröfur hljómsveitarinnar um búningsherbergin eru ekki miklar eða óvenjulegar. Herbergin þurfa að vera eins heimilisleg og hægt er með leðursófum, plöntum og ísskápum. Við komu sveitarinnar í búningsherbergin þarf að vera stútfullur ísskápur af bjór, Coca cola, Gatorade, Red bull ásamt guacamole og salsasósu. Þeir biðja einnig um rauðvín, flösku af Absolut vodka, Jameson viskí, margar tegundir af kartöfluflögum, hnetu-M&M, hreinsiklúta og margt fleira. Tækjabúnaður sveitarinnar kom til landsins fyrir helgi með Norrænu á Seyðisfjörð. Mörg tonn af búnaði eru nú á leiðinni til Reykjavíkur í rólegheitunum í þremur vörubílum, en bílstjórarnir skoða sig um á leiðinni og sofa í bílunum. Þegar þeir koma í bæinn verður bílunum lagt fyrir utan Laugardalshöllina og í þeim sofa bílstjórarnir. Tækin munu síðan fara með flugi til Ungverjalands en bílstjórarnir keyra aftur til Seyðisfjarðar með bílana. Eins og margar stjörnur sem koma hingað til lands munu hljómsveitarmeðlimirnir gista á Hilton hótelinu. Talið er að ástæðan fyrir því að Hilton hótelið er vinsælt hjá fræga fólkinu sé góð staðsetning, auðvelt að komast að því og frá, stór og rúmgóð móttaka og svíturnar þar eru með þeim flottustu sem finnast á landinu. Tónleikar Kings of Leon verða á fimmtudaginn og það eru enn til örfáir miðar á tix.is. Þetta verður ein stærsta tónlistarveislan í ár en sveitin er ein sú frægasta í heiminum í dag.
Tónlist Tengdar fréttir Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00 Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17 Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11
Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00
Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið