Rýrari framhaldsskólar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Nauðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tómstundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álagstímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhaldsskólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindrunum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reiknimeistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráðherranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í andstöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun