Hver verður skilinn eftir heima? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Kári Kristjánsson. Vísir/Anton Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tók 18 leikmenn með sér til Þýskalands. Aðeins 17 munu síðan fara með á EM í Póllandi og 16 þeirra verða í hópnum. Á fimmtudag skar Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn niður í átján leikmenn. Lokahnykkurinn á undirbúningi strákanna okkar fer fram í Þýskalandi um helgina þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki við Þjóðverja sem eru undir stjórn Dags Sigurðssonar. Eftir þá leiki mun Aron skera hópinn niður um einn leikmann og halda af stað til Póllands með sautján leikmenn. Einn þeirra mun þurfa að hefja keppnina upp í stúku þar sem aðeins sextán leikmenn mega vera í hópnum.Fjórtán leikmenn með öruggt sæti Það er mitt mat að fjórtán leikmenn séu komnir með öruggt sæti í EM-hópnum. Tandri Már Konráðsson spilaði mikið gegn Portúgal og hefur verið að fá tækifæri í síðustu verkefnum. Því teljum við það ljóst vera að Aron ætlar sér að nota hann. Ég er einnig á því að Arnór Þór Gunnarsson muni fara til Póllands enda ómögulegt annað en að vera með hreinræktaðan hornamann hægra megin. Ásgeir Örn mun spila mikið fyrir utan þar sem Alexander er ekki heill heilsu.Heilsa Bjarka Más Heilsa Bjarka Más Gunnarssonar ræður miklu um hvernig lokahópurinn verður. Hann er ekki alveg heill heilsu og hefur lítið spilað. Ef hann verður ekki klár í slaginn þá verður hann maðurinn sem dettur út og Guðmundur Hólmar Helgason færi þá með. Komi Bjarki aftur á móti vel út úr helginni þá spái ég því að Guðmundur Hólmar verði sendur heim. Aron gæti vissulega farið þá leið að taka þá báða með og ef svo verður yrði það á kostnað Ólafs.Kári eða Ólafur upp í stúku Fari aðeins annað hvort Bjarki Már eða Guðmundur Hólmar þá standa eftir Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Annar þeirra þyrfti að byrja í stúkunni. Mín spá er sú að Kári Kristján verði tekinn í hópinn ef sú staða kemur upp. Ég byggi það mat á því að aðallínumaður liðsins, Róbert Gunnarsson, hefur varla spilað handbolta í vetur og svo mun mikið mæða á Vigni Svavarssyni í vörninni. Því sé meiri þörf á þriðja línumanninum en annarri skyttu í upphafi móts.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira