Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. janúar 2016 16:00 Weinhold reynir hér að brjóta sér leið í gegnum íslensku vörnina. Vísir/Getty Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Íslenska landsliðið vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi 27-24 í dag í seinasta æfingarleik liðsins áður en EM í Póllandi hefst á föstudaginn. Náði íslenska liðið að hefna fyrir naumt tap í leik liðanna í gær. Íslenska liðið var mun einbeittara í leiknum í dag og hélt forskotinu allan leikinn eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Náði íslenska liðið þegar mest var sex marka forskoti en Þjóðverjar náðu að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Var um að ræða seinni æfingarleik liðanna í undirbúning fyrir EM í Póllandi en Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í gær eftir sveiflukennda frammistöðu hjá íslenska liðinu. Líkt og í leiknum í gær skoraði Ísland fyrsta mark leiksins en jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur leiksins, Ísland komst yfir en Þjóðverjar náðu alltaf að svara um hæl. Þá tók íslenska liðið völdin á vellinum og þrátt fyrir tvö leikhlé þýska landsliðsins náðu lærisveinar Dags Sigurðssonar ekki að halda í við íslenska liðið. Náðu strákarnir um tíma fimm marka forskoti stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en Þjóðverjum tókst að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum fyrri hálfleiksins. Tókst þeim að saxa á forskot Íslands eftir umdeilda tveggja mínútna brottvísun sem dæmd var á Guðmund Hólmar Helgason en Ísland leiddi 15-12 í hálfleik.Kári Kristján fagnar hér einu af þremur mörkum sínum í leiknum.Vísir/GettyÍslenska liðið hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og náði sex marka forskoti á ný þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Þjóðverjum tókst aldrei að ógna því forskoti. Vörn íslenska liðsins stóð vakt sína með prýði og gerði Björgvini í marki íslenska liðsins mun auðveldara fyrir en í leiknum í gær. Varði hann oft á mikilvægum stundum sem drápu baráttuandann í þýska liðinu. Þýska liðinu tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk rétt fyrir leikslok en sigurinn var þá löngu kominn í höfn og var ekki að sjá neitt stress á leikmönnum íslenska liðsins. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í leiknum í dag og lauk leik með 39% markvörslu en hann varði eitt af tveimur vítum sem dæmd voru á íslenska liðið. Aron Pálmarsson fór fyrir íslenska liðinu annan leikinn í röð með átta mörk en næstir komu Kári Kristján Kristánsson og Rúnar Kárason með þrjú mörk hvor. Alls komust tíu leikmenn íslenska liðsins á blað í leiknum í dag. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, þarf að tilkynna á næstunni hvaða leikmaður fer ekki með til Póllands. Guðmundur Hólmar gerði líklegast nóg í dag til þess að gulltryggja sér sæti í flugvélinni til Póllands en hann hefur leiki mjög vel í vörn íslenska liðsins í síðustu tveimur leikjum.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira