Lögregluforingi segir fjölmiðla fara offari Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2016 10:55 Ómar Smára grunar að ástæðan fyrir mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks litist af minnimáttarkennd vegna skoðanakannana þar sem virðing almennings gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, skrifar ádrepu á Facebook-vegg sinn. Tilefnið er umfjöllun fjölmiðla um meint misferli innan fíkniefnadeildar LRH.Minnimáttarkennd fjölmiðlaÓmar segir margt fjölmiðlafólk hafa farið, „líkt og svo oft áður, offari, að teknu tilliti til tilurðar tilefnisins. Sem áhorfandi, og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, hefur málið verið mjög svo „áhugavert“ á að horfa, en því miður virðist umfjöllunin verulega lítt spennandi „pissukeppni“ þeirra á millum,“ skrifar Ómar Smári og segir umfjöllunina hafa valdið sér verulegum vonbrigðum. Ómar Smári spyr hvort ekki sé vert, í ljósi sögunnar, að „sitja bara á fáki sínum“ og leyfa viðkomandi að „svara fyrir sig í rólegheitum“. Ómar Smára grunar að ástæðan fyrir „mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks hafi ekki síst litast af minnimáttarkennd þess vegna opinberra skoðanakannana þar sem virðing almennings við ákveðnar stofnanir gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn.“Færsla Ómars SmáraÖll færsla Ómars Smára er á þennan veg eftirfarandi, en við tengir hann frétt Unu Sighvatsdóttur á Stöð 2/Visi: „Þingmenn skoða leiðir til innra eftirlits með lögreglu“:„...talandi um nýlega umfjöllun fjölmiðla um mál tiltekins rannsóknarlögreglumanns í "einhverju tilteknu óljósu og óskilgreindu" máli þar sem "brugðist er við þrálátum orðrómi um óskilgreindan leka". Margt fjölmiðlafólkið virðist hafa farið þarna, líkt og svo oft áður, offari, að teknu tilliti til tilurðar tilefnisins. Sem áhorfandi, og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, hefur málið verið mjög svo "áhugavert" á að horfa, en því miður virðist umfjöllunin verulega lítt spennandi "pissukeppni" þeirra á millum. Niðurstaða allrar umfjöllunar fjölmiðlanna hefur hins vegar orðið mér veruleg vonbrigði. Hvernig væri nú, í ljósi sögunnar, að "sitja bara á fáki sínum"; takmarka álætin um stund, og leifa viðkomandi, þótt ekki væri nema a.m.k. einu sinni, að svara fyrir sig í rólegheitum - þegar hann fær tækifæri til. Grunur minn er sú að ástæðan fyrir allri undangenginni og mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks hafi ekki síst litast af minnimáttarkennd þess vegna opinberra skoðanakannana þar sem virðing almennings við ákveðnar stofnanir gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn. Staðan er þessi: Í fyrsta lagi hefur "Fíkniefnadeildin" hjá LRH ekki verið til um nokkurra ára skeið. Starfsemin heitir "Rannsóknir skipulegrar brotastarfsemi". Hér má til taka dæmi um enn eina hina fullkomnu vitleysu sem afleyðu hinnar óskilgreindu fjölmiðlaumræðu - frá A-Ö –“ Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá LRH og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, skrifar ádrepu á Facebook-vegg sinn. Tilefnið er umfjöllun fjölmiðla um meint misferli innan fíkniefnadeildar LRH.Minnimáttarkennd fjölmiðlaÓmar segir margt fjölmiðlafólk hafa farið, „líkt og svo oft áður, offari, að teknu tilliti til tilurðar tilefnisins. Sem áhorfandi, og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, hefur málið verið mjög svo „áhugavert“ á að horfa, en því miður virðist umfjöllunin verulega lítt spennandi „pissukeppni“ þeirra á millum,“ skrifar Ómar Smári og segir umfjöllunina hafa valdið sér verulegum vonbrigðum. Ómar Smári spyr hvort ekki sé vert, í ljósi sögunnar, að „sitja bara á fáki sínum“ og leyfa viðkomandi að „svara fyrir sig í rólegheitum“. Ómar Smára grunar að ástæðan fyrir „mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks hafi ekki síst litast af minnimáttarkennd þess vegna opinberra skoðanakannana þar sem virðing almennings við ákveðnar stofnanir gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn.“Færsla Ómars SmáraÖll færsla Ómars Smára er á þennan veg eftirfarandi, en við tengir hann frétt Unu Sighvatsdóttur á Stöð 2/Visi: „Þingmenn skoða leiðir til innra eftirlits með lögreglu“:„...talandi um nýlega umfjöllun fjölmiðla um mál tiltekins rannsóknarlögreglumanns í "einhverju tilteknu óljósu og óskilgreindu" máli þar sem "brugðist er við þrálátum orðrómi um óskilgreindan leka". Margt fjölmiðlafólkið virðist hafa farið þarna, líkt og svo oft áður, offari, að teknu tilliti til tilurðar tilefnisins. Sem áhorfandi, og fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar LR, hefur málið verið mjög svo "áhugavert" á að horfa, en því miður virðist umfjöllunin verulega lítt spennandi "pissukeppni" þeirra á millum. Niðurstaða allrar umfjöllunar fjölmiðlanna hefur hins vegar orðið mér veruleg vonbrigði. Hvernig væri nú, í ljósi sögunnar, að "sitja bara á fáki sínum"; takmarka álætin um stund, og leifa viðkomandi, þótt ekki væri nema a.m.k. einu sinni, að svara fyrir sig í rólegheitum - þegar hann fær tækifæri til. Grunur minn er sú að ástæðan fyrir allri undangenginni og mjög svo skyndilegri og æsilegri umfjöllun fjölmiðlafólks hafi ekki síst litast af minnimáttarkennd þess vegna opinberra skoðanakannana þar sem virðing almennings við ákveðnar stofnanir gefa lögreglunni hámarkseinkunn en þeim sjálfum falleinkunn. Staðan er þessi: Í fyrsta lagi hefur "Fíkniefnadeildin" hjá LRH ekki verið til um nokkurra ára skeið. Starfsemin heitir "Rannsóknir skipulegrar brotastarfsemi". Hér má til taka dæmi um enn eina hina fullkomnu vitleysu sem afleyðu hinnar óskilgreindu fjölmiðlaumræðu - frá A-Ö –“
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00