Gömul og ný brot Eygló Harðardóttir skrifar 8. janúar 2016 07:00 Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga. Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota ráðgjöf og meðferð. Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef áfallastreituröskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolendum. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu. Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru margvíslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin, jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi eru mannréttindabrot sem brjóta gegn grundvallarfrelsi einstaklinga. Á síðasta ári tók ég ákvörðun um að auka aðstoð við þolendur ofbeldis með því að veita geðsviði Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri framlag til að fjármagna nýjar stöður sálfræðinga sem veita þolendum eldri brota ráðgjöf og meðferð. Við mótun verkefnisins var byggt á áratuga reynslu Neyðarmóttökunnar, en hún aðstoðar þolendur nýlegra brota. Til hennar leita árlega um 130 einstaklingar vegna kynferðisofbeldis. Konur eru 97% brotaþola og um 78% þeirra eru 25 ára eða yngri. Öllum sem leita til Neyðarmóttökunnar er boðin sálfræðiþjónusta. Í fyrstu viðtölunum er lögð áhersla á áfallahjálp og sálrænan stuðning ásamt því að meta afleiðingar ofbeldisins. Ef áfallastreituröskun greinist er boðið upp á sérhæfða, áfallamiðaða, hugræna atferlismeðferð. Þeir sem ekki þurfa formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum í anda einstaklingsmiðaðrar þjónustu. Brottfall úr þjónustu er hátt og er það í samræmi við erlendar rannsóknir og reynslu annarra af þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis. Erlendis hefur meðferð í gegnum netið verið reynd til að draga úr brottfalli og hefur komið í ljós góður árangur, ekki hvað síst gagnvart ungum þolendum. Þessi leið gæti einnig verið áhugaverð til að auðvelda aðgengi að þjónustu um allt land, óháð búsetu. Frá því að sjúkrahúsin tvö á Akureyri og í Reykjavík fengu aukið framlag hafa þau unnið að því að byggja upp góða meðferð fyrir þolendur eldri brota. Þegar hafa tugir einstaklinga notið þjónustu þeirra. Áskoranir eru margvíslegar enda þyngd mála mikil og áfallasaga oft flókin, jafnvel þannig að einstaklingarnir hafa búið við alvarlegt ofbeldi til fjölda ára eða orðið fyrir mörgum sjálfstæðum áföllum. Brotaþolar fást oft við líkamleg veikindi samhliða geðrænum vandamálum og hafa lifað lengi með afleiðingum ofbeldisins án meðferðar. Þarna kemur líka í ljós að brottfall úr meðferð er hátt, enda er eitt af einkennum áfallastreituröskunar að forðast allt sem minnir á áfallið. Að mínu mati er þörfin fyrir ofangreint verkefni skýr. Búið er að tryggja áframhaldandi fjármögnun þess á nýju ári.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar