Dagur varar við Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2016 11:00 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, segir að það sé heilmikið sem ber að varast fyrir leiki hans manna gegn íslenska liðinu um helgina. Þýskaland vann Túnis í æfingaleik í Stuttgart í fyrradag, 37-30, eftir að hafa lent undir snemma leiks. Dagur var ánægður með spilamennsku sinna manna, sérstaklega í sókn, en vill að vörnin verði betri í leikjunum gegn Íslandi.Sjá einnig: Sigurganga Dags og þýska landsliðsins heldur áfram „Við munum nú undirbúa okkur fyrir andstæðing sem er jafnvel taktískt enn sterkari en við,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ísland er með mikla rútínu og gríðarlega reynslumikinn leikmannahóp.“ Ísland mætti Portúgal í æfingaleik í Kaplakrika í gær og mátti þola fjögurra marka tap, 32-28. Liðin mætast aftur í kvöld en þá má reikna með því að leikmenn sem fengu ekki tækifæri í gær verði í aðalhlutverki.Sjá einnig: Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga „Til þess að vinna þetta lið þarf maður að hafa betur í leikskipulaginu. Maður veit að Íslendingar geta brugðist við öllum aðstæðum á vellinum mjög fljótt og munu enn fremur skapa vandamál fyrir okkur sem við verðum að leysa.“ Það hafa verið mikil meiðsli í leikmannahópi þýska liðsins í aðdraganda EM sem hefst í Póllandi í næstu viku. En Dagur var ánægður með hvernig hans menn leystu sín hlutverk auk þess sem að hann vonast til að vinstri hornamaðurinn Rune Dahmke geti spilað með liðinu í æfingaleikjunum gegn Íslandi um helgina. Samherji Dahmke hjá Kiel, skyttan Christian Dissinger, átti stórleik í leiknum á þriðjudag og skoraði átta mörk. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, segir að það sé heilmikið sem ber að varast fyrir leiki hans manna gegn íslenska liðinu um helgina. Þýskaland vann Túnis í æfingaleik í Stuttgart í fyrradag, 37-30, eftir að hafa lent undir snemma leiks. Dagur var ánægður með spilamennsku sinna manna, sérstaklega í sókn, en vill að vörnin verði betri í leikjunum gegn Íslandi.Sjá einnig: Sigurganga Dags og þýska landsliðsins heldur áfram „Við munum nú undirbúa okkur fyrir andstæðing sem er jafnvel taktískt enn sterkari en við,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ísland er með mikla rútínu og gríðarlega reynslumikinn leikmannahóp.“ Ísland mætti Portúgal í æfingaleik í Kaplakrika í gær og mátti þola fjögurra marka tap, 32-28. Liðin mætast aftur í kvöld en þá má reikna með því að leikmenn sem fengu ekki tækifæri í gær verði í aðalhlutverki.Sjá einnig: Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga „Til þess að vinna þetta lið þarf maður að hafa betur í leikskipulaginu. Maður veit að Íslendingar geta brugðist við öllum aðstæðum á vellinum mjög fljótt og munu enn fremur skapa vandamál fyrir okkur sem við verðum að leysa.“ Það hafa verið mikil meiðsli í leikmannahópi þýska liðsins í aðdraganda EM sem hefst í Póllandi í næstu viku. En Dagur var ánægður með hvernig hans menn leystu sín hlutverk auk þess sem að hann vonast til að vinstri hornamaðurinn Rune Dahmke geti spilað með liðinu í æfingaleikjunum gegn Íslandi um helgina. Samherji Dahmke hjá Kiel, skyttan Christian Dissinger, átti stórleik í leiknum á þriðjudag og skoraði átta mörk.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira