Meðalverð á flugi til vinsælustu áfangastaða Íslendinga er um 70 þúsund krónur í júní og júlí en um 50 þúsund krónur í október. Þá er líka ódýrasta flugið báðar leiðir í þeim mánuði, eða 28 þúsund krónur til Osló.
Minnst breyting er á flugverði milli mars- og aprílmánaða en þá helst flugverð næstum óbreytt.
Mest breytist flugverð þegar sumarhækkunin á sér stað milli maí og júni, en þá hækkar flugverð um rúmar 14.000 krónur að meðaltali. Mæsta lækkunin er síðan á milli júlí og ágúst þegar meðalverð fellur aftur um tæpar 14.000 krónur.
