Frábær sigur hjá Patreki og strákunum hans á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2016 18:30 Patrekur Jóhannesson Vísir/AFP Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta eru í frábærum málum í undankeppni HM 2017 eftir flottan útisigur í kvöld. Austurríkismenn eru með fullt hús eftir þrjá leiki en liðið sótti tvö stig til Trieste á Ítalíu í kvöld. Austurríki vann leikinn sannfærandi með þrettán marka mun, 40-27, og hefur nú unnið öll hin þrjú liðinu í riðlinum. Austurríki hafði áður unnið heimasigur á Rúmeníu og útisigur á Finnlandi. Hinn 19 ára gamli Nikola Bilyk skoraði níu mörk í kvöld og það úr aðeins 10 skotum. Sebastian Frimmel skoraði fimm mörk og þeir Janko Bozovic og Raul Santos gerðu báðir fjögur mörk. Austurríska liðið var með 83 prósent skotnýtingu og 62 prósent sóknarnýtingu í leiknum. Austurríkismenn voru með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, eftir að hafa unnið síðustu ellefu mínútur hálfleiksins 7-3. Austurríska liðið skoraði síðan fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og stakk Ítalina af. Austurríkismennirnir komust mest ellefu mörkum um miðjan hálfleikinn og þá var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði. Ítalirnir gáfust upp í lokin og á endanum munaði þrettán mörkum á liðunum. Austurríkismenn mæta Ítölum aftur um næstu helgi en sá leikur fer fram á þeirra heimavelli. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta eru í frábærum málum í undankeppni HM 2017 eftir flottan útisigur í kvöld. Austurríkismenn eru með fullt hús eftir þrjá leiki en liðið sótti tvö stig til Trieste á Ítalíu í kvöld. Austurríki vann leikinn sannfærandi með þrettán marka mun, 40-27, og hefur nú unnið öll hin þrjú liðinu í riðlinum. Austurríki hafði áður unnið heimasigur á Rúmeníu og útisigur á Finnlandi. Hinn 19 ára gamli Nikola Bilyk skoraði níu mörk í kvöld og það úr aðeins 10 skotum. Sebastian Frimmel skoraði fimm mörk og þeir Janko Bozovic og Raul Santos gerðu báðir fjögur mörk. Austurríska liðið var með 83 prósent skotnýtingu og 62 prósent sóknarnýtingu í leiknum. Austurríkismenn voru með fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, eftir að hafa unnið síðustu ellefu mínútur hálfleiksins 7-3. Austurríska liðið skoraði síðan fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og stakk Ítalina af. Austurríkismennirnir komust mest ellefu mörkum um miðjan hálfleikinn og þá var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði. Ítalirnir gáfust upp í lokin og á endanum munaði þrettán mörkum á liðunum. Austurríkismenn mæta Ítölum aftur um næstu helgi en sá leikur fer fram á þeirra heimavelli.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Sjá meira