Enginn flengdur í sturtunni í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. janúar 2016 22:30 Björgvin Páll Gústavsson. vísir/daníel „Þessar rassskellingar eru barn síns tíma,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson en nýliðavígslan hjá handboltalandsliðinu verður með nýjum hætti að þessu sinni og var enginn flengdur eftir leikinn í kvöld gegn Portúgal í Kaplakrika. Það hefur verið hefð í fjölda ára hjá handboltalandsliðinu að nýliðarnir séu flengdir í sturtu. Þessi forni siður fór svo að teygja sig niður í yngri landsliðin. Málið komst í hámæli er Ómar Ragnarsson skrifaði um það á sínum tíma og eiginlega flengdi strákana í landsliðinu. „Ómar hitti naglann á höfuðið með þessum skrifum og við erum að svara þessari gagnrýni sem fór í gang á þeim tíma. Vonandi verður Ómar ánægðari með okkur núna,“ sagði Björgvin léttur. Þó svo enginn hafi verið að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld þá áttu Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason meðal annars eftir að fara í gegnum nýliðavígslu. Þeir eru eflaust fegnir að búið sé að breyta til en þurfa að sjálfsögðu að gera eitthvað í staðinn. Að þessu sinni þurfa þeir að taka „Jelly bean-áskoruninni“ sem hefur tröllriðið öllu hér heima um jólin. Hún snýst um að leikmenn þurfa að borða nammibaunir sem geta verið með mjög vondu bragði. Það er búið að spila þennan leik í öðru hverju jólateiti á Íslandi. „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta kemur út. Ef þetta kemur ekki nógu vel út þá gerum við eitthvað annað sniðugt næst. Við viljum reyna að hafa þetta skemmtilegt,“ segir markvörðurinn en landsmenn munu geta fylgst með vígslunni sem fer fram í hádeginu á morgun. „Við ætlum að vera með þetta á snappinu okkar sem heitir strakarnirokkar. Ég hvet fólk til þess að fylgjast með. Við verðum svo líka að nota þetta snapp á EM í Póllandi.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira
„Þessar rassskellingar eru barn síns tíma,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson en nýliðavígslan hjá handboltalandsliðinu verður með nýjum hætti að þessu sinni og var enginn flengdur eftir leikinn í kvöld gegn Portúgal í Kaplakrika. Það hefur verið hefð í fjölda ára hjá handboltalandsliðinu að nýliðarnir séu flengdir í sturtu. Þessi forni siður fór svo að teygja sig niður í yngri landsliðin. Málið komst í hámæli er Ómar Ragnarsson skrifaði um það á sínum tíma og eiginlega flengdi strákana í landsliðinu. „Ómar hitti naglann á höfuðið með þessum skrifum og við erum að svara þessari gagnrýni sem fór í gang á þeim tíma. Vonandi verður Ómar ánægðari með okkur núna,“ sagði Björgvin léttur. Þó svo enginn hafi verið að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld þá áttu Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason meðal annars eftir að fara í gegnum nýliðavígslu. Þeir eru eflaust fegnir að búið sé að breyta til en þurfa að sjálfsögðu að gera eitthvað í staðinn. Að þessu sinni þurfa þeir að taka „Jelly bean-áskoruninni“ sem hefur tröllriðið öllu hér heima um jólin. Hún snýst um að leikmenn þurfa að borða nammibaunir sem geta verið með mjög vondu bragði. Það er búið að spila þennan leik í öðru hverju jólateiti á Íslandi. „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta kemur út. Ef þetta kemur ekki nógu vel út þá gerum við eitthvað annað sniðugt næst. Við viljum reyna að hafa þetta skemmtilegt,“ segir markvörðurinn en landsmenn munu geta fylgst með vígslunni sem fer fram í hádeginu á morgun. „Við ætlum að vera með þetta á snappinu okkar sem heitir strakarnirokkar. Ég hvet fólk til þess að fylgjast með. Við verðum svo líka að nota þetta snapp á EM í Póllandi.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Sjá meira