Austurríska landsliðið í handbolta undir stjórn Patreks Jóhannessonar vann seinni æfingarleik sinn á æfingarmóti í Túnis 34-30 í dag en austurríska liðið er þessa dagana að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM.
Austurríska liðinu tókst ekki að komast inn á EM í Póllandi sem hefst seinna í mánuðinum en liðið tekur þess í stað þátt á fyrsta stigi undankeppni HM 2017 sem fer fram í Frakklandi.
Austurríska liðið byrjaði vel í leiknum í dag líkt og í leiknum gegn Túnis í gær og leiddi í hálfleik 16-14. Það sama var upp á teningunum í seinni hálfleik og lauk leiknum með fjögurra marka sigri austurríska liðsins, 34-30.
Lenti Austurríki því í þriðja sæti á mótinu en úrslitaleikurinn fer fram seinna í dag þegar Túnis mætir Sviss.
Austurríki mætir Ítalíu í Trieste á miðvikudaginn í undankeppni HM en lærisveinar Patreks eru með fullt að tveimur leikjum loknum.
Lærisveinar Patreks lögðu Portúgal
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn






„Holan var of djúp“
Körfubolti
