Ekki í fyrsta sinn sem Ísland myndi hagnast á óvenjulegum úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 15:33 Hvað gera Aron og strákarnir okkar í kvöld? Vísir/Gett Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira