Ekki í fyrsta sinn sem Ísland myndi hagnast á óvenjulegum úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 15:33 Hvað gera Aron og strákarnir okkar í kvöld? Vísir/Gett Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira