Ræða að banna Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2016 18:19 Donald Trump, einn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins. Vísir/EPA Breskir þingmenn deila nú um hvort að meina eigi forsetaframbjóðandanum Donald Trump að koma til Bretlands. Rúmlega 575 þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista um bannið. Þingmenn óttast að bann gæti gert Trump að „píslarvætti“.Undirskriftalistinn var stofnaður eftir að Trump lagði til að múslimum yrði meinuð innganga í Bandaríkin um tíma. Það lagði hann til eftir skotárásina í San Bernadino þar sem 14 manns létu lífið. Þar að auki hefur hann látið ummæli falla um nágranna Bandaríkjanna í Mexíkó, Kína, konur og fleiri. Þingmenn hafa sagt að Bretar ættu ekki að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og nokkrir vilja bjóða Trump í heimsókn og sýna honum að innflytjendur væru ekki slæmt fólk. Einn þingmaður sagði Trump hafa rétt á því að vera flón, en hann mætti ekki vera „hættulegt flón“. Annar sagðist telja að Trump væri „geðveikur“. Annar þingmaður benti á að ef tillaga Trump yrði framkvæmd, yrði hann forseti, mætti Saddiq Khan, frambjóðandi til borgarstjórastöðu London ekki fara til Bandaríkjanna. Margir af þingmönnunum hafa hæðst að Trump og einhverjir hafa notað tækifærið til að segja að pólitískur rétttrúnaður væri of mikill í bresku samfélagi. Þar að auki þykir mörgum umræðan vera vandræðaleg fyrir Breta.Tasmina Ahmed-Sheikh frá Skoska þjóðarflokkinum sagði að nú væri 84 einstaklingum bannað að koma til Bretlands vegna hatursumræðu. Trump ætti að vera númer 85. Hægt er að fylgjast frekar með umræðunni hér á vef BBC. Þá er hægt að horfa á beina útsendingu á vef Guardian. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Breskir þingmenn deila nú um hvort að meina eigi forsetaframbjóðandanum Donald Trump að koma til Bretlands. Rúmlega 575 þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista um bannið. Þingmenn óttast að bann gæti gert Trump að „píslarvætti“.Undirskriftalistinn var stofnaður eftir að Trump lagði til að múslimum yrði meinuð innganga í Bandaríkin um tíma. Það lagði hann til eftir skotárásina í San Bernadino þar sem 14 manns létu lífið. Þar að auki hefur hann látið ummæli falla um nágranna Bandaríkjanna í Mexíkó, Kína, konur og fleiri. Þingmenn hafa sagt að Bretar ættu ekki að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum og nokkrir vilja bjóða Trump í heimsókn og sýna honum að innflytjendur væru ekki slæmt fólk. Einn þingmaður sagði Trump hafa rétt á því að vera flón, en hann mætti ekki vera „hættulegt flón“. Annar sagðist telja að Trump væri „geðveikur“. Annar þingmaður benti á að ef tillaga Trump yrði framkvæmd, yrði hann forseti, mætti Saddiq Khan, frambjóðandi til borgarstjórastöðu London ekki fara til Bandaríkjanna. Margir af þingmönnunum hafa hæðst að Trump og einhverjir hafa notað tækifærið til að segja að pólitískur rétttrúnaður væri of mikill í bresku samfélagi. Þar að auki þykir mörgum umræðan vera vandræðaleg fyrir Breta.Tasmina Ahmed-Sheikh frá Skoska þjóðarflokkinum sagði að nú væri 84 einstaklingum bannað að koma til Bretlands vegna hatursumræðu. Trump ætti að vera númer 85. Hægt er að fylgjast frekar með umræðunni hér á vef BBC. Þá er hægt að horfa á beina útsendingu á vef Guardian.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira