Andlegt erfiði Magnús Guðmundsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Magnús Guðmundsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun