Fékk heilahristing í gær en má spila á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 14:11 Steffen Weinhold fær hér boltann beint í andlitið. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson fær að nota hinn öfluga Steffen Weinhold á móti Svíum á Evrópumótinu í handbolta á morgun þrátt fyrir að Weinhold hafi fengið heilahristing í leiknum á móti Spánverjum í gær. Mörg þekkt dæmi eru til, meðal annars hjá íslensku handboltafólki, um alvarlegar afleiðingar slíkra höfuðmeiðsla og þá sérstaklega þegar leikmenn fara of snemma af stað. Þjóðverjar voru samt fljótir að gefa það út að Weinhold yrði með strax í næsta leik. Leikmenn í ameríska fótboltanum þurfa sem dæmi að fara í gegnum margra daga rannsóknir áður en þeir fá grænt ljós á því að spila eftir að hafa fengið heilahristing. Læknir þýska liðsins hefur gefið Weinhold grænt ljós á að spila strax á morgun en Weinhold er fyrirliði þýska liðsins og lykilmaður i vörn sem sókn. „Hann meiddist á tönn og hann fékk heilahristing en hann getur spilað á morgun," sagði Kurt Steuer, læknir þýska handboltalandsliðsins við handboltafréttasíðuna handball-world.com. Steffen Weinhold fékk höfuðhöggið þegar Spánverjinn Jorge Maqueda skaut hann niður í aukakasti í lok fyrri hálfleiks. Jorge Maqueda fékk rautt spjald að launum. Jorge Maqueda baðst afsökunar og Steffen Weinhold hefur það frá félögum sínum í þýska liðinu að Spánverjinn hafi verið mjög leiður yfir þessu. „Þessu máli er því lokið fyrir mér," sagði Steffen Weinhold. Steffen Weinhold hélt áfram að spila í seinni hálfleiknum en skoraði tvö af þremur mörkum sínum fyrir höfuðhöggið. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30 Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00 Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30 Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30 Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Dagur Sigurðsson fær að nota hinn öfluga Steffen Weinhold á móti Svíum á Evrópumótinu í handbolta á morgun þrátt fyrir að Weinhold hafi fengið heilahristing í leiknum á móti Spánverjum í gær. Mörg þekkt dæmi eru til, meðal annars hjá íslensku handboltafólki, um alvarlegar afleiðingar slíkra höfuðmeiðsla og þá sérstaklega þegar leikmenn fara of snemma af stað. Þjóðverjar voru samt fljótir að gefa það út að Weinhold yrði með strax í næsta leik. Leikmenn í ameríska fótboltanum þurfa sem dæmi að fara í gegnum margra daga rannsóknir áður en þeir fá grænt ljós á því að spila eftir að hafa fengið heilahristing. Læknir þýska liðsins hefur gefið Weinhold grænt ljós á að spila strax á morgun en Weinhold er fyrirliði þýska liðsins og lykilmaður i vörn sem sókn. „Hann meiddist á tönn og hann fékk heilahristing en hann getur spilað á morgun," sagði Kurt Steuer, læknir þýska handboltalandsliðsins við handboltafréttasíðuna handball-world.com. Steffen Weinhold fékk höfuðhöggið þegar Spánverjinn Jorge Maqueda skaut hann niður í aukakasti í lok fyrri hálfleiks. Jorge Maqueda fékk rautt spjald að launum. Jorge Maqueda baðst afsökunar og Steffen Weinhold hefur það frá félögum sínum í þýska liðinu að Spánverjinn hafi verið mjög leiður yfir þessu. „Þessu máli er því lokið fyrir mér," sagði Steffen Weinhold. Steffen Weinhold hélt áfram að spila í seinni hálfleiknum en skoraði tvö af þremur mörkum sínum fyrir höfuðhöggið.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30 Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00 Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30 Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30 Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30
Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00
Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30
Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30
Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45